Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) segir að staðhæfingar um að HSS hafi nýtt læknaleigu, sem settar voru fram í fréttum Stöðvar 2, séu rangar. HSS segir að mönnunarvandi sé helsta vandamál stofnunarinnar en ómálefnanleg umræða eigi þátt í að viðhalda þeim vanda.
„Framkvæmdastjórn HSS birti síðastliðinn föstudag yfirlýsingu í þeim tilgangi að útskýra helsta vanda stofnunarinnar, mönnunarvandann, og þátt ómálefnalegrar umræðu í því að viðhalda honum þar sem sífellt er vegið að starfsfólki hennar,“ segir í tilkynningu sem stofnunin birti á Facebook-síðu sinni.
Segir í tilkynningunni að HSS sé undirmönnuð miðað við umfang þeirrar þjónustu sem stofnunin veitir. Starfsfólk leggi sig verulega fram um að veita góða þjónustu með tilheyrandi álagi. Orsökin fyrir ónógri þjónustu liggi ekki hjá starfsfólkinu. Tilkynninguna má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan: