Það ráku eflaust einhverjir upp stór augu þegar þeir lásu fyrirsagnir fjölmiðla um að Gunnar Smári væri að gefa kost á sér til formennsku í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, þar sem sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson myndi seint bendla sig við Sjálfstæðisflokkinn.
Að sjálfsögðu er sósíalistinn Gunnar Smári ekki að reyna að næla í forystusæti Heimdalls heldur er um að ræða nafna hans, Gunnar Smára Þorsteinsson. Sá Gunnar Smári er 26 ára gamall og er á lokaári í meistaranámi í lögfræði við Háskóla Íslands.
Ljóst er að Gunnar Smári Egilsson hefur tekið eftir framboði Gunnars Smára Þorsteinssonar en hann óskar yngri nafna sínum góðs gengis í kosningunum sem eru fara fram á næstu dögum. „Megi honum ganga sem best,“ segir Gunnar Smári Egilsson í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag.