Vetrarþjónusta Reykjavíkur er í ólestri og segjast starfsmenn sem sinna þeirri þjónustu hjá borginni hafa fengið sig full sadda af níðrandi framkomu borgaryfirvalda. Segjast þeir meðal annars verða fyrir einelti sem sé rótgróin og vilja þeir sjálfir rekja eineltið til þess að þeir séu ekki langskólagengnir.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Segir þar jafnframt að bréfritarar lýsa „hringlandahátt, þekkingar- og skilningsleysi á verkefninu og virðingarleysi í [sinn] garð.“ Bréfritarar hafa samkvæmt Morgunblaðinu ekki fengið svör við bréfi sínu frá borginni.
Í bréfinu kemur jafnframt fram að keypt hafi verið bifreið í vetrarþjónustuna þvert á niðurstöður þarfagreiningar sem svo reyndist ónothæf þar sem hún gat ekki borið eins tonna saltkassa sem notaðir eru til að hálkuverja þrengri götur borgarinnar.
Enn fremur segir Morgunblaðið frá því að eftirlítsbílar borgarinnar, sem eru eðli málsins samkvæmt þeir fyrstu út á ómokaðar götur Reykjavíkur í vetrarveðri, megi ekki hafa nagladekk vegna stefnu borgarinnar. Hafi þetta komið mikið niður á þjónustunni.
Að lokum er bent á að starfsaðstaða starfsmanna sé slæm og samanstandi meðal annars af „hriplekum gámi.“
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.