fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Sakfelldur í héraðsdómi fyrir kynferðisbrot gegn ungri dóttur og tveimur systurdætrum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. febrúar 2022 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var fyrir helgi í Héraðsdómi Reyjaness dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega gegn dóttur sinni sem og tveimur systurdætrum sínum.

Dóttir mannsins var 12 ára þegar brotin áttu sér stað. Nýtti maðurinn sér yfirburðastöðu sína gagnvart henni sem og þann trúnað sem hún bar til hans sem foreldris og braut ítrekað á henni kynferðislega, en lesendur eru varaðir við eftirfarandi lýsingum á brotum mannsins.

Maðurinn var ákærður fyrir nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi. Brotum mannsins er lýst með eftirfarandi hætti:

„Ákærði sleikti ítrekað á henni kynfærin, strauk og hrækti á kynfæri hennar innanklæða, og í eitt skipti reyndi hann að stinga getnaðarlimi sínum í endaþarm hennar. Með þessari háttsemi var lífi, heilsu og velferð A ógnað á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt.“

Maðurinn var einnig ákærður fyrir kynferðisbrot, barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi með því að hafa tekið myndir og myndskeið af kynfærum dóttur sinnar og eins að hafa tekið myndband af honum að brjóta gegn henni.

Gagnvart systurdætrum sínum var maðurinn ákærður annars vegar fyrir að hafa lagst upp í rúm hjá systurdóttur sinni og beðið ítrekað um að fá að snerta á henni kynfærin og hafa svo í annað skipti tekið myndir af kynfærum hennar á meðan hún svaf.

Gagnvart annri systurdóttur sinni var maðurinn ákærður fyrir að hafa tekið myndbönd af berum kynfærum og rassi hennart.

Við rannsókn á tölvu mannsins fannst barnaklám sem og gögn um að maðurinn hafi notað Internetið til að skoða efni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt.

Maðurinn játaði sök fyrir dómi og var horft til þess við ákvörðun refsingar sem og til þess að maðurinn hefur nú leitað sér aðstoðar. Var hæfileg refsing ákveðin þrjú og hálft ár í fangelsi og bætur til stúlknanna voru ákvarðaðar alls 5,5 milljónir, 3 til dóttur hans, og 1 og 1,5 til systradætra hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United
Fréttir
Í gær

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“
Fréttir
Í gær

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi
Fréttir
Í gær

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu