Húsgagnaversluni Fakó í Holtagörðum í Reykjavík er lokuð í dag til að tryggja öryggi starfsfólks sem og viðskiptavina.
„Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en minnum á að það er alltaf opið í netverslun okkar,“ segir í tilkynnigu á Facebooksíðu verslunarinnar.
Ástæða lokunarinnar er „mikil snjóþyngsli á þakinu sem valda því að loftið sígur örlítið og þrýstir ofan á glerið í framhliðinni í anddyrinu. Við þetta getur glerið brotnað fyrrivaralaust með tilheyrandi hættu fyrir viðstadda.“ Þá kemur fram að þetta sé gert í samráði við Reiti hf, eiganda hússins.