fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Bubbi mætti geranda sínum – „Viðurkenndi brot sín fyrir framan mig“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 21. febrúar 2022 17:09

Bubbi Morthens - Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, segir frá því á Twitter-síðu sinni í dag að hann hafi mætt geranda sínum og þeir átt samtal með fagaðila. Bubbi segir að í samtalinu hafi gerandinn viðurkennt brot sín.

„Það var ótrúlegur léttir og góð tilfinning þegar gerandi minn viðurkenndi brot sín fyrir framan mig við áttum samtal með fagaðila öll þessi reiði sársauki sem hafði litað lífið er horfinn ég varð loksins frjáls,“ segir hann í færslunni sem hann birti á Twitter.

Bubbi hefur opnað sig um kynferðisofbeldið sem hann var beittur sem ungur maður. „Við sem verðum fyrir ofbeldi sem börn, þeir karlmenn verða ekki langlífir. Þeir beita aðra ofbeldi, misnota áfengi og eiturlyf, deyja úr krabbameini og skilja. Þeir verða á milli tveggja heima einhvern veginn ef þeim ber ekki gæfa til að fá hjálp og vinna úr sínum málum,“ sagði hann til að mynda í viðtali í þættinum Með Loga sem sýndur var á Sjónvarpi Símans í september árið 2018.

Í því viðtali segir Bubbi að ofbeldið hafi breytt öllu lífi hans. „Að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi markar viðkomandi það sem eftir er. Ég tala nú ekki um ef þú nærð ekki að vinna úr því eða gera eitthvað í þínum málum. Vegna þess að þetta markaði öll samskipti mín við konur. Þetta markaði öll samskipti mín við fólk almennt. Þetta eyðilagði samband mitt við sjálfan mig.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sjúkratryggingar Íslands tjá sig um meint brot starfsmanns – „Umfangsmiklar svikagreiðslur“

Sjúkratryggingar Íslands tjá sig um meint brot starfsmanns – „Umfangsmiklar svikagreiðslur“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Vilja flagga alla daga
Fréttir
Í gær

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sósíalistar og VG vilja komast í meirihluta í Reykjavík

Sósíalistar og VG vilja komast í meirihluta í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón bendir á rangfærslur í málflutningi Einars

Jón bendir á rangfærslur í málflutningi Einars