fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Samherja-símamálið rætt í Silfrinu – Eðlileg sakamálarannsókn eða þöggunartilburðir?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 20. febrúar 2022 14:00

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin Guðmundsson, almannatengill og fyrrverandi blaðamaður, telur að fullmiklar upphrópanir hafi verið í gangi í Samherja-símamálinu og að rannsókn lögreglu sé eðlileg. Hefur það vakið hörð viðbrögð að fjórir blaðamenn hafa fengið stöðu sakborninga og verið kallaðir til yfirheyrslu vegna rannsóknar á stuldi á síma Páls Steingrímssonar Samherjaskipstjóra og afritunar og dreifingar á gögnum úr honum.

Málið var rætt í Silfrinu á RÚV í dag.

„Það hafa vissulega verið mikil læti í kringum þetta. Mér hefur fundist umræðan vera pínu sjálfhverf í kringum þá blaðamenn sem þarna eru til umfjöllunar. Ég svo sem skil það ósköp vel, hef sjálfur verið blaðamaður og ritstjóri sem fannst að sér vegið þegar hann var einu sinni kallaður í yfirheyrslu. Og málfrelsinu,“ sagði Björgvin.

Hann sagðist stórefast um að lögreglan ætlaðist til þess að blaðamennirnir fjórir sem eru til rannsóknar ljóstri upp um heimildarmenn:

„Maður verður að sýna því skilning að þarna er verið að rannsaka ákveðið brot sem maður kærir til lögreglunnar og mér finnst alveg sjálfsagt að blaðamenn veiti þær upplýsingar sem þeir geta veitt og ég held að það sé enginn að ætlast til þess að blaðamenn séu að upplýsa um heimildarmenn sína. Eða það sé verið að reyna að leggja stein í götu þeirra við  að fjalla um þetta Samherjamál.“

Sagðist Björgvin telja að áform um yfirheyrslur yfir blaðamönnunum snúist um það að lögreglan sé að reyna að fá gleggri mynd af því sem gerðist og afla sér upplýsinga. Hann sagðist telja að eitthvað mikið búi þarna að baki sem ekki hafi komið fram í umræðunni ennþá. Lögreglan væri búin að vera að skoða málið frá öllum hliðum.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍE og fyrrverandi blaðamaður og formaður Blaðamannafélags Íslands, var ekki sammála Björgvin. Hún sagði að ekkert væri að frétta af rannsóknum á Samherjamálum eftir stærstu afhjúpun síðari ára í blaðamennsku, lítið væri fjallað um þau mál en núna væru nokkrir blaðamenn komnir með réttarstöðu sakborninga vegna þess að skipstjóri sem vinnur hjá Samherja týndi síma. Í þessum síma væru einmitt mjög persónulegar upplýsingar um blaðamenn vegna þess að þessi skipstjóri var partur af einhverju teymi innan Samherja sem vann gegn blaðamönnunum. Brot á friðhelgi einkalífsins virtist fyrst og fremst hafa verið í þessum síma.

Björgvin gerði lítið úr þeim afhjúpunum sem virðast hafa verið aflað með gögnum úr símanum. Um hefði verið að ræða ábyrgðarlaust tal þriggja manneskja. Þóra Kristín sagði að slíkar fullyrðingar væru einmitt dæmi um Samherjaspuna. Þarna hefðu meðal annars komið í ljós ráðagerðir um að halda mikilvægu vitni frá því að gefa skýrslu í Samherjamálinu í Namibíu.

Erla Björk Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgunnar, lagði áherslu á að of lítið væri komið fram um málið til að viðhafa miklar fullyrðingar um það. Lögreglustjóri hefði haldið þétt að sér spilunum og þangað til meira kæmi í ljós væri ekkert hægt að fullyrða um hvað lægi að baki áformum lögreglu um að yfirheyra blaðamennina. Ef þetta snúist um að fá blaðamenn til að gefa upp heimildarmenn sína þá næði málið ekki lengra vegna laga um vernd heimildarmanna. Þá væri þessi leiðangur lögreglu til skammar. Ef þetta snerist um möguleg brot blaðamannanna við öflun gagna þá væri það líka alvarlegt mál.

Jón Ólafsson prófessor situr í stjórn RÚV. Hann benti á að hann hefði tvisvar fengið í ábyrgðarpósti hótunarbréf frá Samherja vegna umfjöllunar RÚV um Samherjamál. Stórfyrirtæki reyni oft að beita fjölmiðla þrýstingi en Samherji skæri sig þar úr með miklum viðbúnaði og framleiðslu á dýrum áróðursmyndböndum, meðal annars. Áhrifamiklir aðilar reyni að beita lögum og stofnunum til að hafa áhrif á fréttaflutning, sagði Jón ennfremur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna