fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Guðrún Katrín stígur inn í umræðuna um kennarann á Dalvík – „Hlutir sem eru einfaldlega ekki boðlegir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 20. febrúar 2022 19:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í þessum skóla var ég lögð í mikið einelti sem bæði nemendur og kennarar beittu mig. Meðal annars kennarinn sem um ræðir í þessu máli en hún stóð yfir mér eitt sinn í íþróttum þar sem ég var með slæmt bakflæðiskast og var að reyna að æla ekki og sagði: „Ef þú ælir ekki fyrir framan mig núna þá trúi ég þér ekki.“ Ég hef heyrt fleiri sögur um hluti sem þessi kennari hefur sagt við nemendur, þetta eru hlutir sem eru einfaldlega ekki boðlegir,“ segir Guðrún Katrín Ólafsdóttir, fyrrverandi nemandi við Dalvíkurskóla.

Íþróttakennarinn sem Guðrún vísar til var í fréttum í vikunni er hún vann sigur í skaðabótamáli gegn Dalvíkurskóla, hlaut hún 8 milljónir í skaðabætur og uppsögn hennar frá skólanum í sumar dæmd ólögmæt. Brottrekstrarsökin var sú að kennarinn hafði löðrungað 13 ára nemanda sem neitaði að hlýða fyrirmælum hana og stúlkan sló hana áður. Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp dóminn en Kennarasamband Íslands greindi frá niðurstöðunni á heimasíðu sinni áður en dómur var birtur og lét þess getið að atvikið hefði átt sér stað í Dalvíkurbyggð.

Foreldrar stúlkunnar stigu fram í dag og gerðu annars vegar athugasemdir við einhliða umfjöllun um málið, meðal annars í samfélagsmiðlaumræða þar sem fólk sem þekkir ekkert til málsins hefur útmálað dóttur þeirra sem óalandi og óferjandi vandræðabarn.

Hins vegar gera þau athugasemd við að Kennarasambandið hafi rofið persónuvernd þeirra í málinu með því að tiltaka staðinn þar sem atvikið varð en þær upplýsingar voru hreinsaðar úr texta dómsins.

Sjá einnig: Foreldrar stúlku sem lenti í átökum við kennara í Dalvíkurskóla stíga fram – „Dóttir okkar stimpluð sem forhertur vandræðagemlingur“

Þá hafa bæði foreldrar þessarar stúlku og aðrir foreldrar barna við Dalvíkurskóla gert athugasemd við að umræddur kennari sé sagður hafa haft flekklausan feril fram að brottrekstrinum. Telja margir að oft hafi verið kvartað undan framferði kennarans við skólayfirvöld. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um þetta er Bergljót Snorradóttir sem sagði við DV fyrr í dag:  „Ég get staðfest að ég véfengi að hún sé með flekklausan feril og ég geri alvarlegar athugasemdir við þær fullyrðingar. Þar vísa ég til atviks varðandi mín börn fyrir 14 árum.“

Sjá einnig: Ólga á Dalvík: Kennarinn sagður umdeildur og því mótmælt að hún hafi flekklausan feril

Guðrún Katrín segir að henni þyki mikilvægt að stíga fram með þessar upplýsingar en vond reynsla hennar af Dalvíkurskóla er engan veginn bundin við umræddan kennara. „Ég vil bara opna fyrir þessa umræðu svo að skólakerfið fari að verða viðunandi og ég geti eignast börn einn daginn og sent þau í skóla án þess að hafa áhyggjur,“ segir Guðrún Katrín.

„Ég þekki til þess að þegar ég var þarna í skólanaum og þegar voru sundtímar og stelpur vildu ekki fara í sund af því þær voru á blæðingum þá vildi hún sjá dömubindin þeirra og sagði að þær fengju skróp ef það væri ekki blóð í dömubindunum,“ segir Guðrún Katrín ennfremur.

Guðrún Katrín, sem er 19 ára gömul, býr núna á Selfossi, starfar á leikskóla og unir sér vel. Hún á erfiðar minningar frá Dalvík og vildi koma sér burtu þaðan um leið og hún gat. „Ég vildi bara fara langt í burtu. Ég bjó líka við erfiðar heimilisaðstæður og gat ekki leitað til foreldra minna með kvartanir um einelti kennara og nemenda við skólann,“ segir hún.

Hún segist hafa kvartað undan umræddum kennara í eitt skipti við umsjónarkennara og hefði einnig kvartað undan öðru ofbeldi og einelti en mætt fálæti, lítið gert úr málunum og jafnvel hlegið að þeim.

Pistil Guðrúnar Katrínar um þessi mál má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi