fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Guðfinna blæs á umræðuna um feðraveldið – „Reyna nú að upphefja sig á sársauka annarra kvenna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 20. febrúar 2022 07:00

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að vondar konur sem ávallt  hafi spilað sig sem fórnarlömb reyni nú upphefja sig á sársauka annarra kvenna. Þetta segir Guðfinna í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni.

Guðfinnu er sérstaklega uppsigað við notkun á hugtakinu „feðraveldi“.  Í pistlinum rekur hún samskipti sín við karlkynið í gegnum ævina en hún varð fyrir hrottalegu kynferðisofbeldi af hálfu nágranna síns er hún var sex ára. Á framabrautinni hafa hins vegar orðið á vegi hennar karlmenn sem hvatt hana áfram og síður en svo staðið í vegi hennar. Guðfinna segir að konum séu allir vegir færir á Íslandi:

„Ég er hins vegar mjög þreytt á þessari “feðraveldis” umræðu. Konur geta allt sem þær vilja á Íslandi. Konur hafa verið forseti, forsætisráðherra, ráðherrar, rektorar, biskup o.s.frv.

Spurningin er hvað konur þora að gera þegar þær hætta að leika fórnarlömb og tala um ferðraveldið. Að hætta að tala og framkvæma er málið. Það versta er að sjá konur í þessari umræðu um “feðraveldið” sem þykjast vera góðar en hafa í reynd alltaf verið vondar og hafa alltaf spilað sig sem fórnarlömb og reyna nú að upphefja sig á sársauka annarra kvenna.

Kannski er það ekki svo merkilegt eftir allt að karlmenn nenna ekki að andmæla þessu ferðraveldiskjaftæði.“

Guðfinna lýsir frábærum tíma sem fangavörður,  þar sem hún var eina konan innan um eintóma karla, jafnt fangaverðirnir sem fangarnir voru karlkyns. En þeir reyndust henni frábærlega:

„Þetta er áhugaverðasta og skemmilegasta starf sem ég hef unnið enda tel ég það hafa gert mig að betri og fordómalausari manneskju. Myndin sem fangarnir teiknuðu og gáfu mér þegar ég útskrifaðist sem lögfræðingur 1996 er ein af mínum dýrmætustu gjöfum.“

Guðfinna lýsir því síðan hvernig karlkyns lögfræðingar liðsinntu henni og hvöttu hana áfram þegar hún hélt út í óvissuna, 33 ára einstæð móðir, sagði upp öruggu starfi og stofnaði lögmannastofu. Vill Guðfinna meina að þar hafi síður en svo eitthvert feðraveldi staðið í vegi henna

Pistill Guðfinnu í heild er eftirfarandi:

 „Nokkur orð um “feðraveldið”

Ég er fædd í apríl árið 1969 og er því tæplega 53 ára, móðir og amma. Í barna- og gagnfræðiskóla áttu stákarnir ekki roð í okkur stelpurnar enda vorum við miklu fekari. Ef þeir gerðu ekki það sem við sögðum þeim voru þeir kosnir sem kladdaberar og mjólkurpóstar. Ég lenti í grófu kynferðisbofbeldi þegar ég var 6 ára af hálfu manns sem bjó í næsta húsi við vinkonur mínar. Ég mundi fyrst eftir því þegar ég var 12 ára og það hefur haft mikil áhrif á líf mitt. Ég hef líkt eins og margar konur orðið fyrir áreitni en mér finnst það ekkert til að tala um miðað við það sem ég lenti í 6 ára. Á minni ævi hef ég átt margar vinkonur og kunningjakonur, en fæstar skyldu það sem ég hafði lent í, en skilja það vonandi núna eftir umræðu síðustu ára enda tabú á þeim tíma og konur stimplaðar ruglaðar. Ég þarf ekki og ætla ekki að útskýra það hér hvernig það hefur verið að lifa með slíku og vinna í áfallastreitusröskun til áratuga. Þeir sem hafa lent í slíku þekkja það.

Í gegnum tíðina hef ég unnið bæði með konum og körlum. Mér líkar almennt betur að vinna með körlum. Ég var t.d. á tímabili, fyrir tæpum 30 árum, eina konan sem vann sem fangavörður í Hegningarhúsinu og Síðumúlafangelsi og þar var ég læst ein inni með föngum í hálftíma í einu á hálftíma fresti. Þetta voru allt karlar, bæði fangaverðir og fangar. Þetta er áhugaverðasta og skemmilegasta starf sem ég hef unnið enda tel ég það hafa gert mig að betri og fordómalausari manneskju. Myndin sem fangarnir teiknuðu og gáfu mér þegar ég útskrifaðist sem lögfræðingur 1996 er ein af mínum dýrmætustu gjöfum.

Ég ákvað það á árinu 2002, en þá var ég 33 ára einstæð móðir með 14 ára gamlan son, að segja upp vel launaðri og þægilegri innivinnu sem lögfræðingur í ráðuneyti til að opna lögmannsstofu. Ég hafði reyndar enga kúnna og enga reynslu af málflutningi enda bara einu sinni komið inn í dómsal sem laganemi tæpum áratug áður. Ég man að pabbi spurði mig hvort ég hefði reiknað dæmið til enda og ég svaraði að auðvitað ekki, en fyrst að strákarnir gætu þetta gæti ég það líka.

Ég reyndi að fá nokkra kvenlögfræðinga með mér en þær treystu sér ekki. Þó það séu bara 20 ár síðan voru ekki margar konur að vinna sjálfstætt í lögmennsku á þeim tíma en það breyttist næstu árin á eftir. Ég man að ein kona hringdi í mig sem starfaði sem lögmaður og óskaði mér til hamingju og bauð fram aðstoð sína. Hins vegar hringdu í mig fjöldinn allur af karllögmönnum, á miðjum aldri og jafnvel eldri, og lýstu ánægju sinni og sögðu að þeir vissu að ég hefði sérþekkingu á málum sem vörðuðu fasteignir og þeir myndu vísa á mig, sem þeir og gerðu. Með aðstoð “feðraveldisins” tókst þetta.

Í stuttu máli hef ég litla þolinmæði gagnvart kynferðisbrotum og feðraveldisumræðu.

Kynferðisofbeldi barnaníðinga er í mínum huga eins og flestra ófyrirgefanlegt og það á að loka þá inni ævilangt og henda lyklinum.

Ég er hins vegar mjög þreytt á þessari “feðraveldis” umræðu. Konur geta allt sem þær vilja á Íslandi. Konur hafa verið forseti, forsætisráðherra, ráðherrar, rektorar, biskup o.s.frv.

Spurningin er hvað konur þora að gera þegar þær hætta að leika fórnarlömb og tala um ferðraveldið. Að hætta að tala og framkvæma er málið. Það versta er að sjá konur í þessari umræðu um “feðraveldið” sem þykjast vera góðar en hafa í reynd alltaf verið vondar og hafa alltaf spilað sig sem fórnarlömb og reyna nú að upphefja sig á sársauka annarra kvenna.

Kannski er það ekki svo merkilegt eftir allt að karlmenn nenna ekki að andmæla þessu ferðraveldiskjaftæði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki