Þriggja bíla árekstur varð við afleggjarann að Rifi á Snæfellsnesi um hádegi í dag.
Skessuhorn greindi fyrst frá árekstrinum en samkvæmt heimildum þeirra urðu töluverðar skemmdir á tveimur af þessum þremur bílum. Þá er ekki vitað hvort slys hafi orðið á fólki.
Töluverður skafrenningur er á svæðinu en auk þess er víða hálka og lítið skyggni.
Samkvæmt heimildum DV var fólki sem var á leið á Snæfellsnes vísað til baka af lögreglu við Kjalarnes. Fólkið fékk ekki upplýsingar um hvort því hafi verið vísað til baka eingöngu vegna færðarinnar eða hvort áreksturinn hafi einnig sett strik í reikninginn.
Uppfært: 14:00:
Ljóst er að veginum á Kjalarnesi var lokað vegna áreksturs eins og sjá má í færslu Vegagerðarinnar hér fyrir neðan.
Kjalarnes: Vegurinn er lokaður vegna umferðaróhapps.#færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) February 19, 2022
Vegurinn var svo opnaður aftur á ný tæpum klukkutíma síðar eins og sjá má í færslunni hér fyrir neðan.
Kjalarnes: Búið er að opna veginn. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) February 19, 2022