fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Kristjón hringdi á Neyðarlínuna en skellti svo á – Mínútu síðar hneig hann niður á salerninu

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. febrúar 2022 09:58

Kristjón Kormákur - Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri 24.is, fékk nýlega hjartaáfall. Kristjón segir frá þessu í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gær en hann veitti DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um færsluna.

„Fyrr í mánuðinum fékk ég hjartaáfall eða fyrir hjartað eins og læknar útskýrðu seinna fyrir mér. Sjálfur kalla ég þetta tognun á hjarta eftir að hafa ofkeyrt mig í starfi síðustu ár, fyrst sem blaðamaður og seinna ritstjóri á hinum ýmsu miðlum og hafa ekki passað nægilega vel uppá heilsuna,“ segir Kristjón í upphafi færslunnar.

Kristjón segir þá frá aðdraganda hjartaáfallsins en hann var staddur inn í stofu hjá sér þegar hann fann fyrir þyngslum í brjósti sér. Hann ákvað að slá inn númerið 112 í símann sinni og hringja en hann beið þó ekki lengi eftir svari.

„Ég skellti á áður en mér var svarað, því ég trúði því ekki að ég væri að fá hjartaáfall. Mínútu síðar hneig ég niður inni á salerni þegar þyngslin ágerðust og ólýsanlega sár stingur leiddi út í hönd. Líklega aldrei upplifað annan eins sársauka,“ segir hann.

Sambýliskona Kristjóns hringdi þá umsvifalaust í Neyðarlínuna þar sem hann var ekki í ástandi til þess að gera það sjálfur.

Þakklátur eftir ótrúleg viðbrögð

Viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks við hjartaáfallinu voru ótrúleg að mati Kristjóns. „Örfáum mínútum síðar voru minnst fjórir starfsmenn Landspítalans inni á gólfi hjá mér. Fluttu þeir mig með hraði í sjúkrabíl á spítalann. Algjörir fagmenn sem gengu úr skugga um að ég væri með meðvitund allan tímann,“ segir hann.

Þá segir hann að ástæðan fyrir færslunni sem um ræðir sé sú að hann vill þakka starfsfólki Landspítalans. „Nú er heilbrigðiskerfið okkar oft gagnrýnt og starfsmenn þess líka. Mín upplifun eftir þessa erfiðu lífsreynslu er að við eigum ótrúlegan mannauð sem oft má þola ósanngjarna gagnrýni í undirmönnuðu heilbrigðiskerfi,“ segir hann.

„Ég upplifði fagmennsku og allir sem sinntu mér hugsuðu um mig af mennsku, nærgætni og mikilli hlýju á einu erfiðasta augnabliki lífs míns. Þvílíkar hetjur og fagfólk sem við eigum. Næstu daga tóku við frekari rannsóknir þar sem gengið var úr skugga um að kerfið og hjartað væri í lagi og ég myndi ná heilsu. Þar var sama fagmennskan og gæskan í fyrirrúmi.“

Að lokum sendir Kristjón kveðju á heilbrigðisstarfsfólk. „Kærar heilbrigðisstarfsfólk, takk fyrir að hugsa svona fallega um mig. Því mun ég aldrei gleyma og það flýtti fyrir bata mínum og vegna ykkar er ég allur braggast og ná fyrri styrk. Ég vil líka þakka konunni minni fyrir að vera til staðar eftir að ég veiktist og á meðan ég var að ná bata,“ segir hann til heilbrigðisstarfsfólksins.

„Takk fyrir magnaða fólk sem starfið í heilbrigðiskerfinu. Þið eruð hetjur með hjarta úr gulli! Við erum heppin að eiga ykkur að! Takk!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi
Fréttir
Í gær

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki