fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Segir alvarlegt spillingarmál komið upp hjá Öryrkjabandalaginu – „Vilja gera sér Hátúnslóðina að féþúfu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. febrúar 2022 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, Brynja, hefur stefnt Öryrkjabandalaginu (ÖBÍ) og krafist ógildingar á skipan nýrra stjórnarmanna hjá sjóðnum. Stjórnarformaður Brynju, Garðar Sverrisson, telur að um alvarlegt spillingarmál sé að ræða. Morgunblaðið greinir frá. Eins krefst Brynja þess að ÖBÍ kjósi í stjórnina að nýju með lögmætum hætti.

Ágreiningurinn varðar ákvarðanir sem ÖBÍ tók á fundum aðalstjórnar í janúar, en þar var ákveðið að afturkalla umboð tiltekinna stjórnarmanna Brynju og skipa nýja í þeirra stað.

Morgunblaðið rekur að í stefnunni komi fram að umræddir stjórnarmenn sem ÖBÍ afturkallaði umboðið hjá eru Garðar Sverrisson, núverandi stjórnarformaður sjóðsins og fyrrverandi formaður ÖBÍ, Arnþrúður Karlsdóttir og Ingveldur Jónsdóttir.

Mun Garðari hafa verið tjáð í desember að hann ætti að hætta í stjórn á grundvelli sólarlagsákvæðis í verklagsreglum ÖBÍ sem geri ekki ráð fyrir að fólk á vegum bandalagsins sitji lengur en í sex ár í stjórnum nema rík ástæða liggi fyrir. Garðar neitaði að víkja og var í kjölfarið borinn þungum sökum á vef ÖBÍ fyrir að sitja sem fastast þvert á ákvarðanir ÖBÍ.

Garðar ritaði svo bréf í tilefni af formannafundi ÖBÍ í síðustu viku og sendi til aðildarfélaga ÖBÍ. Þar viðrar hann þá skoðun sína að fjárhagslegir hagsmunir hafi spilað inn í stjórnarskiptin í Brynju og að um alvarlegt spillingarmál sé að ræða.

Garðar telur að formaður ÖBÍ sé að reyna að koma í veg fyrir að, eins og Morgunblaðið hefur eftir úr áðurnefndu bréf,: „heilsteyptasta fólkið yrði kjörið til að gæta hagsmuna Brynju gagnvart þeim sem nú vilja gera sér Hátúnslóðina að féþúfu og fjármagna skúffufyrirtæki huldumanna sem víða vilja hagnast á nýbyggingum.“

Brynja hússjóður er eitt stærsta fasteignafélag landsins með eignir metnar á um 30 milljarða. Stjórn sjóðsins skipa fimm stjórnarmenn, fjórir kjörnir af ÖBÍ og einn tilnefndur af félagsmálaráðherra.

ÖBÍ greindi frá því í byrjun mánaðar á vef sínum að umboð fyrrum stjórnarformanns, þ.e. Garðars, hafi verið afturkallað.  Á fundi stjórnar ÖBÍ þann 17. janúar og hafi ályktun verið einróma samþykkt um að Garðar hafi brugðist trausti bandalagsins og „brotið gróflega gegn skyldum sínum samkvæmt lögum og skipulagsskrá sjóðsins, með því að virða að vettugi ákvarðanir bandalagsins um skipun nýrra stjórnarmanna. Þá hefði hann um leið brugðist skyldum sínum sem stjórnarmaður hússjóðsins.“

Garðar hafi svo ekki brugðist við þeirri ályktun svo stjórn ÖBÍ hafi fundað að nýju 31. janúar og vikið Garðari úr stjórn Brynju.

Í tilkynningu á vef ÖBÍ sagði enn fremur:

„Um áramótin síðustu var runnið út umboð tveggja aðalmanna og eins varamanns og skipaði Öryrkjabandalagið nýja stjórnarmenn í þeirra stað í samræmi við skipulagsskrá sjóðsins. Fráfarandi stjórnarformaður Brynju – hússjóðs ÖBÍ, hvers umboð var ekki runnið út, neitaði að una einróma kjöri nýrra stjórnarmeðlima og kom þannig í veg fyrir að stjórnin gæti sinnt lögbundnu hlutverki sínu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Í gær

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda