fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Helgi Seljan ósáttur við RÚV – „Þetta voru skipulagðar árásir“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. febrúar 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„RÚV ákvað að taka þessum árásum eins og þær væru hvert annað erindi sem bærist stofnuninni, sem þær voru auðvitað ekki. Þetta voru skipulagðar árásir, eins og kom seinna í ljós. Það er fullkomlega galið hvernig að þessu var staðið; að dreifa greinum og það voru allir sótraftar landsins dregnir á flot og skrifaðar greinar og birtar í blöðunum með einhverjum skít. Svo kom í ljós seinna, að á bak við þetta voru svo topparnir hjá Samherja,“ segir Helgi Seljan, rannsóknaritstjóri Stundarinnar og fyrrverandi starfsmaður RÚV til margra ára, í viðtali við Mannlíf.

Er Helgi ósáttur við að RÚV hafi ekki mætt árásum Samherja á hann með kröftugri hætti. RÚV hafi t.d. afhent Samherja, án nokkurra skilyrða, alla þættina sem hann og samstarfsfólk hans gerði um fyrirtækið, án skilyrða, en efnið var síðan notað í áróðursmyndbandagerð Samherja. „Þeir keyptu þessa dreifingu og í sjálfu sér gæti mér ekki verið meira sama í hvað Samherji eyðir peningunum sínum, en það að RÚV hafi afhent þeim höfundarréttarvarið efni okkar án nokkurra skilyrða til þess að nota myndir af okkur – það er kallað „stand up“ þar sem við stöndum í mynd – og leyfa þeim að klippa þetta og gera! Ég veit bara af samtölum mínum við kollega mína á hinum Norðurlöndunum og alls staðar að þetta væri hvergi gert af því að þetta er eins og hver önnur auglýsing,“ segir Helgi.

Hann lýsir því jafnframt í viðtalinu hvernig hann hafi sætt ofsóknum og einelti af hendi útsendara Samherja, meðal annars frá Jóni Óttari Ólafssyni, sem hafi gert sér far um að mæta á sama kaffihús og hann:

„Í fyrstu hélt ég í einfeldni minni að hann vildi segja mér eitthvað, af því að ég hélt að hann væri ekki lengur að vinna hjá fyrirtækinu og reyndar sagði hann mér það sjálfur; hann sagðist vera að skrifa kvikmyndahandrit um hina raunverulegu glæpamenn Íslandssögunnar sem væru Kaupþingsmenn, sem hann var held ég að vinna einhvern tímann fyrir; að minnsta kosti höfðu kynni mín af honum verið þau að ég hafði hitt hann á fundi með lögmönnum Kaupþingsmanna í aðdraganda dómsmálsins þar sem hann hafði eitthvað verið að vinna fyrir þá. En núna voru þetta orðnir hinir einu sönnu glæpamenn og hann sagðist vera að skrifa kvikmyndahandrit um þá og væri löngu hættur hjá Samherja. Síðan hélt þetta áfram og hann fór að koma þarna og þetta varð sífellt skrýtnara.

Síðan fór ég að heyra utan frá mér að hann væri líklegast að vinna fyrir þá. Í millitíðinni hafði Jóhannes Stefánsson uppljóstrari þurft að leita til lögreglu vegna þess að Jón Óttar hafði elt hann og opnað bíldyrnar hjá honum. Og það fyndna við þetta er, að í öllum þessum látum – í öllum þessum heimsóknum Jóns á Kaffifélagið – þá kom hann einhvern tímann og sýndi mér myndband sem hann tók sjálfur af þessu atriði eftir að Jóhannes hafði sagt mér frá þessu. Hann reyndi að presentera þetta þannig fyrir mér að þarna væri Jóhannes að elta hann. Þetta var hálfsúrrealískt. Ég kenndi hálfpartinn í brjósti um hann vegna þess að ég hélt að þarna væri maður sem hefði lent í einhverju áfalli fyrir að hafa flækst inn í þessi mál. Hann gerði það. Og vissi ekki í hvorn fótinn hann ætti að stíga. Síðan ágerðist þetta og hann fór að verða ógnandi.“

Sjá nánar á vef Mannlífs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi