fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Dómari sendir sýslumanni pillu í flóknu erfðamáli – Systkini hlunnfarin um móðurarfinn höfðu betur gegn stjúpsystkinum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. febrúar 2022 21:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómari við Héraðsdóm Reykjaness sendi sýslumanni pillu í nýföllnum dómi sem varðaði flókið uppgjör á arfi hjá samsettri fjölskyldu. Láðist sýslumanni að veita því eftirtekt að látinn maður hafði setið í óskiptu búi er hann samþykkti að veita systkinum heimild til einkaskipta. 

Málið er nokkuð flókið eins og erfðamál eiga til að vera.

Kona og maður gengu í hjónaband fyrir rúmlega þrjátíu árum en áttu þá bæði börn fyrir. Konan þrjú börn og maðurinn fjögur. Fyrir brúðkaupið gerðu þau með sér kaupmála sem kvað meðal annars um að nánar tilgreindar eignir konunnar væru hennar séreign og eins að allur arfur sem þau hjónin gætu fengið skyldi vera séreign þess sem erfði hvert sinn.

Eins var samið um að arður og það sem kæmi í stað séreignar – skyldi áfram vera séreign. En það er algeng útfærsla í slíkum kaupmálum.

Konan lést rétt fyrir aldamótin og óskaði þá ekkill hennar eftir því að fá að sitja í óskiptu búi og þurfti fyrir því að fá samþykki stjúpbarna sinna þriggja.

Þau veittu honum leyfið. Þó er það svo að séreign látinnar manneskju gengur ekki inn í óskipta búið. Því var séreignin gerð upp og skipt eftir reglum um lögerfingja, sem þarna voru þrjú börn konunnar og ekkillinn.

Maðurinn sat svo áfram í óskiptu búi þar til hann lést árið 2018.

Sýslumaður veitti leyfi þrátt fyrir óskipt bú

Börn mannsins leituðu til sýslumanns eftir andlát föður síns og óskuðu eftir leyfi til einkaskipta. Þar tóku þau ekki fram að faðir þeirra hafi setið í óskiptu búi og höfðu ekki samband við fyrrum stjúpsystkin sín, börn konunnar, til að gera upp þeirra eignarhlut.

Börn konunnar komust síðan að því að búið væri að skipta dánarbúi fyrrum stjúpföður þeirra – án þess að þeim hafi verið greiddur út móðurarfurinn sem

Þau leituðu til fyrrum stjúpsystkina sinna til að óska eftir að uppgjör dánarbúsins yrði leiðrétt – en var neitað um það og þurftu því að höfða dómsmál.

Börn mannsins héldu því fram að stjúpsystkin þeirra hafi fengið sinn móðurarf að fullu uppgerðan við andlát móður þeirra. Faðir þeirra hafi því ekki setið í óskiptu búi heldur hafi allar eignir hans orðið að séreign.

Aðfinnsluvert að sýslumaður hafi ekki áttað sig á þessu

Dómari benti á að þetta væri ekki réttur skilningur. Þegar langlífari maki sest í óskipt bú fellur niður lögerfðaréttur hans eftir skammlífari makann. Þar með hafi átt að taka allar eigur mannsins við andlát hans. Skipta þeim í tvennt og hafi svo átt að skipta helmingnum meðal barna konunnar og hinum helmingnum meðal barna mannsins. Þó svo að séreign konunnar hafi verið gerð upp við andlát hennar hafi það í engu rýrt rétt barna hennar til móðurarfsins sem áfram sat í óskipta búinu.

Dómari taldi þó að börn mannsins hafi ekki með illum hug haldið móðurarfinum frá fyrrum stjúpsystkinum sínum. Hins vegar þótti dómara það aðfinnsluvert að sýslumaður hafi ekki áttað sig á því að maðurinn hafi setið í óskiptu búi við andlátið en þarna hafi verið um aðgæsluleysi sýslumanns að ræða sem varð til þess að gengið var framhjá börnum konunnar við einkaskiptin.

Sýslumaður sagði það ekki hans hlutverk að staðreyna

Sýslumaður, en ekki kemur fram hvaða sýslumannaembætti um ræðir í dóminum, hafði reynt að bera því fram fyrir dómi að þar sem börn mannsins hafi hvergi minnst á það er þau sóttu um einkaleyfi að hann hafi setið í óskiptu búi og auk þess kvittað undir skjal þar sem þau sögðust ekki vita um neina löggerninga sem hefðu áhrif á fjármál hins látna.. Neitaði sýslumaður að embættinu hafi orðið á mistök í málinu. Sýslumaður sagði það hvorki hlutverk sýslumanns að staðreyna efni yfirlýsinga um hverjir telji til erfðaréttar í dánarbúi né heldur að krefjast sérstakra sönnunargagna í því sambandi.

Þessu var dómari ekki sammála eins og er rakið hér að ofan.

Svo fór að börnum konunnar var dæmt í vil. Börn mannsins fjögur höfðu skipt á milli sín rúmlega 70 milljónum eftir skatt og fengið rúmar 19 milljónir hvert í sinn hlut. Nú þurfa þau að endurgreiða fyrrum stjúpsystkinum sínum 35 milljónir af því. Að endingu fengu því börn mannsins rétt um 8,75 milljónir í sinn arfshlut á meðan börn konunnar fá um 11,67 milljónir í sinn hlut. ´

Dómurinn í heild sinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Í gær

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda