fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Aðalsteinn lætur reyna á lögmæti ákvörðunar lögreglu – „Ég er ekki hafinn yfir lög“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. febrúar 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar, hefur óskað eftir því að héraðsdómur skeri úr um lögmæti ákvörðun lögreglu um að veita honum réttarstöðu sakbornings. Þetta kemur fram í pistli sem hann ritar hjá Stundinni þar sem hann útskýrir hvers vegna óskað var eftir þeim úrskurði. 

„Ég er ekki hafinn yfir lög,“ skrifar Aðalsteinn. „Því hef ég heldur aldrei haldið fram og mun ekki gera. Það er eðlilegt að lögreglan rannsaki glæpi og að þeir sem telja á sér brotið leiti réttar síns. Það skiptir engu máli hvort um er að ræða gott fólk eða vont, hvort ásakanir þeirra séu galnar eða réttmætar.“ 

Blaðamenn hafa lögbundnar skyldur

Aðalsteinn segir að sérstakar kröfur og skyldur séu settar á herðar blaðamönnum, ólíkt mörgum öðrum störfum.

„Þessum skyldum hef ég ekkert vel um að fylgja. Ég brýt til dæmis lög með því að gefa upplýsingar sem gætu varpað ljósi á heimildarmenn sem treysta mér fyrir mikilvægum gögnum eða upplýsingum. Alveg sama hvort það kunni að vera uppi aðstæður þar sem það væri þægilegra fyrir mig persónulega að svara spurningum, af eða á, varðandi heimildir eða gögn.“ 

Aðalsteinn segir að hans eigin persóna hafi ekkert vægi í þeirri jöfnu og hvað sem honum þykir þægilegt, heppilegt eða gott skipti engu máli.

Blaðamönnum getur verið refsað

Blaðamönnum sé einnig falið að meta hvað eigi erindi við almenning og hvað ekki og það geti verið flókið verkefni enda engar leiðbeiningar að finna í lögum um þetta mat.

„Mistakist mér eða öðrum blaðamönnum við þetta mat má refsa okkur. Um það gilda líka lög, eins og allt annað.“ 

Umfjöllunin átti erindi við almenning

Þó fylgi stundum leiðbeiningar með tilteknum lagaákvæðum. Til dæmis 228. og 220. gr. almennra hegningarlaga sem fjalla um friðhelgi einkalífs.

„Þar segir að þó að almennt varði það fangelsisrefsingu að verða sér úti um gögn eða upplýsingar og segja frá þeim eigi það ekki við ef að almannahagsmunir liggi við. 

Þegar kemur að umfjöllun um „skæruliðadeild“ Samherja leikur enginn vafi á að upplýsingarnar vörðuðu almannahagsmuni. Það hefur enginn dregið erindið í efa.“

Aðalsteinn minnist þess að íslenska ríkið hafi ítrekað gerst brotlegt við eigin lög gagnvart blaðamönnum. Um það vitni mörg dómafordæmi Mannréttindadómstólsins. Því sé ekki sjálfgefið að valdhafar á Íslandi, sama hvort um sé að ræða löggjafar-, framkvæmdar- eða dómsvaldið, fari í öllu eftir lögunum enda línurnar oft óskýrar.

Vill tryggja að farið sé að lögum

Því hefur Aðalsteinn ákveðið að fá úr því skorið hvort í hans máli sé farið eftir lögum. Þar sem lögreglan er hluti af framkvæmdavaldinu leitar hann því til dómsvaldsins um að skera úr um hvort rétt sé að hafst í málinu.

„Vegna þess að ég vil að farið sé eftir lögum og að ekki sé vikið frá þeim vil ég fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort aðgerðir lögreglu standist lög, til að mynda Mannréttindasáttmála Evrópu, sem hefur lagalegt gildi á Íslandi. Lögmaður minn afhenti því í morgun Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru fyrir mína hönd þar sem ég fer fram á að slíkur úrskurður verði felldur. Það er í samræmi við lög um meðferð sakamála. Sú afstaða hefur ekkert með mína persónu að gera eða að ég telji mig ekki þurfa að fara eftir lögum. Þvert á móti vil ég tryggja að farið sé eftir lögum og fá úr því skorið hvort aðgerðir lögreglustjórans á Norðurlandi eystra standist þau.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna