fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Urðu fyrir vonbrigðum með íslensku pylsurnar – „Mér finnst þær dönsku vera miklu betri“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 17. febrúar 2022 14:29

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestum almennilegum Íslendingum finnst fátt betra en pylsa með öllu, ekki er verra ef þær eru tvær talsins og paraðar saman með ísköldu gosi eða jafnvel Kókómjólk.

Það eru þó ekki bara Íslendingar sem sækja í þennan þjóðarrétt okkar, það virðist vera sem það sé nánast skylda fyrir túrista sem koma hingað til lands að grípa sér að minnsta kosti eina pylsu.

Túristarnir sækja flestir í pylsuvagn Bæjarins beztu í miðbænum og feta þannig í fótspor Bill Clinton fyrrum Bandaríkjaforseta, sem fékk sér einungis sinnep á pylsuna sína og raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, sem fékk sér ekkert nema tómatssósu á sína.

Ekki fyrir alla

Þrátt fyrir yfirburði íslensku pylsunnar gagnvart pylsum annarra þjóða þá fellur hún ekki í kramið hjá öllum. Í nokkuð fjölmennum Facebook-hóp sem tileinkaður er útlendingum sem ferðast til Íslands má finna umræðu um íslensku pylsuna.

„Kannski er það bara ég en hvað er svona sérstakt við pylsurnar?“ spyr Chris nokkur, meðlimur hópsins, en hann féll greinilega ekki fyrir íslensku pylsunni. Chris gekk meira að segja svo langt að segja að þær hafi bragðast alveg eins og niðursoðnar pylsur frá Bretlandi. „Þær voru þó samt ódýrasti maturinn sem við keyptum,“ segir hann svo að lokum.

Chris er ekki einn um að finnast íslensku pylsurnar ofmetnar, fleiri meðlimir hópsins taka í svipaða strengi og hann í athugasemdunum við færsluna. „Ég er glöð að ég er ekki sú eina sem skilur ekki hvers vegna fólki finnst þær svona góðar!“ segir Helen nokkur til dæmis.

„Ég varð fyrir miklum vonbrigðum í gær þegar ég fékk mér eina,“ segir svo kona að nafni Line. Line lét sér það ekki duga að segjast hafa orðið fyrir vonbrigðum með íslensku pylsuna – hún bætti því við að danskar pylsur væru betri en þær íslensku. „Mér finnst þær dönsku vera miklu betri!“ segir hún.

Blaðamaður er ekki nógu kunnugur lögum en er þó nokkuð viss um að það flokkist sem landráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United
Fréttir
Í gær

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“
Fréttir
Í gær

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi
Fréttir
Í gær

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu