Skömmu fyrir miðnætti var tilkynnt um slagsmál í miðborginni. Þar var einn handtekinn en hann neitaði að veita umbeðnar persónuupplýsingar. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Um hálfri klukkustund síðar var beðið um aðstoð lögreglunnar á bráðamóttöku Landspítalans vegna sjúklings sem átti erfitt með að hemja skap sitt. Á þriðja tímanum var tilkynnt um líkamsárás í Vesturbænum.
Tveir ökumenn voru handteknir síðdegis í gær grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.
Einn var fluttur á bráðamóttöku síðdegis í gær eftir að hafa dottið í Mosfellsbæ og rotast að því að talið er. Viðkomandi komst þó fljótlega aftur til meðvitundar.
Tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp í vesturhluta Reykjavíkur síðdegis í gær. Engin slys urðu á fólki en töluvert eignatjón.