fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Sigurður sagði sérsveitina hafa vakið sig með byssu en lögreglan kannast ekki við það

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 17. febrúar 2022 15:56

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mistök sem sérsveit ríkislögreglustjóra gerði í aðgerðum vegna skotárásarinnar sem átti sér stað fyrir viku síðan hafa vakið töluverða athygli. Sérsveitin óð inn í íbúð í Kórahverfinu í Kópavogi í von um að finna skotmanninn en skotmaðurinn var ekki í íbúðinni.

Í íbúðinni var hins vegar Sigurður Kristján Grímlaugsson, eiginkona hans og synir þeirra tveir, annar þeirra er 18. mánaða gamall en hinn er 3. ára. Fréttablaðið ræddi við Sigurð um málið en hann segist ætla að leita réttar síns. „Ég vakna með þrjá menn upp við rúmið mitt. Einn var með vasaljós, annar með skjöld og sá þriðji með byssu sem hann miðaði á höfuðið á mér,“ sagði Sigurður um málið í samtali við blaðamann Fréttablaðsins. „Þeir voru mjög ógnandi í framkomu sinni og tali.“

Segja frásögn Sigurðar ósanna

Nú hefur lögreglan gefið út yfirlýsingu vegna þessara mistaka. „Sem hluta af rannsókn lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu á skotárásinni þann 10. febrúar var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð út til aðstoðar við leit að skotmanni. Leitin fór meðal annars fram á heimili í Kórahverfinu í Kópavogi, þar sem meintur skotmaður var skráður til heimilis samkvæmt kerfum lögreglu,“ segir í upphafi yfirlysingarinnar.

„Lögreglan hafði símasamband við húsráðanda í þessari íbúð og honum var tjáð að lögreglan væri að leita að meintum skotmanni sem væri skráður þarna til heimilis. Sérveitarmenn voru meðvitaðir um að börn væru inni í íbúðinni og fóru því með séstakri aðgát. Húsráðandi hitti fjóra sérsveitarmenn á stigagangi hússins og tjáði þeim að grunaður skotmaður væri ekki inni í íbúðinni og hleypti þeim inn í íbúðina til þess að staðfesta það. Þrír sérsveitarmenn fóru inn í íbúðina til þess að staðfesta að karlmaður, sem var þar inni, væri ekki meintur skotmaður. Að því loknu yfirgaf sérsveit vettvang og voru lögreglumenn frá LRH þar áfram.“

Í yfirlýsingunni segir þá lögreglan að sérsveitarmennirnir sem fóru inn í íbúðina hafi aldrei beint vopni að neinum í íbúðinni. Ljóst er því að lögreglan sé að segja að frásögn Sigurðar sé ósönn. „Þeir sérsveitarmenn sem fóru inn í íbúðina beindu aldrei vopni að neinum sem var þar inni,“ segir lögreglan um málið.

„Það er hins vegar vel skiljanlegt að sá sem vaknar upp af svefni og sér sérsveitarmenn í fullum aðgerðargalla inni hjá sé brugðið. Fulltrúar embættis ríkislögreglustjóra leggja sig fram við að koma fram af virðingu við samborgara sína í öllum verkefnum lögreglunnar og það á sannarlega líka við í aðgerðum sem þessum sem krefjast aukins viðbúnaðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda