fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Sigmundur Davíð með Covid og varð að hætta við að heimsækja flokksmenn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. febrúar 2022 15:13

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og svo margir landsmenn hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, smitast af Covid, en smitið kemur upp á óheppilegum tíma þar sem fyrir dyrum stóð ferðalag um landið til að hitta kjósendur og rabba við þá í kjördæmavikunni.

Sigmundur Davíð greinir frá þessu í bréfi til flokksmanna, þar sem segir:

„Daginn áður en dagskrá ferðarinnar átti að hefjast var ég orðinn lasinn og reyndist svo vera kominn með covid. Það var nokkurra daga bið eftir niðurstöðu frá Heilsugæslunni en niðrstaðan barst loks í nótt. Miðað við einkennin og jákvæð heimapróf var mér þó ljóst að ekki væri forsvaranlegt að fara út á meðal fólks í millitíðinni. Þetta kom í framhaldi af því að ég hafði tvisvar farið í sóttkví vegna smits í fjölskyldunni og er því ákaflega bagalegt. Ég er þó óðum að hressast og losna væntanlega úr einangrun um helgina.“

Sigmundur Davíð segir jafnframt að Miðflokksfólk muni leggja land undir fót við fyrsta tækifæri og hitta flokksmenn:

„Við munum drífa okkur af stað um leið og færi gefst og nýta hvert tækifæri til að hitta flokksmenn. Það er margt að ræða og fjölmörg sóknarfæri bíða. Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá ykkur að stjórnmálin virðast vera að vakna úr löngum dvala. Nú þurfum við að láta mikið til okkar taka á hinum ýmsu sviðum og það munum við gera. Ég hlakka til að hitta ykkur og leggja á ráðin um framhaldið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda