fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Jakob gefur lítið fyrir samsæriskenningu Páls Vilhjálmssonar – „Það skilur engin í því af hverju Þóra Arnórsdóttir er boðuð í yfirheyrslu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. febrúar 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Bjarnar, blaðamaður Vísis, segir að Páll Vilhjálmsson sé vafasamur heimildarmaður, í ljósi undarlegra bloggskrifa hans í gegnum tíðina, og gefur lítið fyrir kenningar Páls um Samherja-símamálið. Eins og DV greindi frá í gær telur Páll að sími Páls Steingrímssonar hafi verið afritaður í RÚV og gögnum úr honum komið á blaðamenn Kjarnans og Stundarinnar sem skrifuðu fréttir upp úr þeim.

Sjá einnig: Heldur því fram að sími Páls skipstjóra hafi verið afritaður í Efstaleiti

Páll Vilhjálmsson heldur því fram að umræddir blaðamenn hafi vitað að síma Páls yrði stolið þó að þeir hafi ekki vitað að það yrði eitrað fyrir honum. Hefur Páll þá kenningu að skyndileg vistaskipti blaðamannsins Aðalsteins Kjartanssonar af Kveik á RÚV yfir á Stundina á sama tíma og Páll skipstjóri lenti í þessum hremmingum tengist málinu.

Páll Vilhjálmsson segir síðan að síma nafna hans hafi annaðhvort verið stolið á leið hans með sjúkraflugi að norðan eða á gjörgæslunn í Reykjavík. Hann staðhæfir jafnframt að símanum hafi verið skilað aftur til Páls skipstjóra eftir að hann var afritaður. Hann hafi séð sjálfur að eitthvað var athugavert við símann, slökkt á honum og greint lögreglu frá og lögreglan fékk símann í hendur.

„Síminn var í þjófa höndum í tvo þrjá daga og síðan var honum skilað aftur. Páli átti ekki að gruna hvernig upplýsingar úr síma hans komust til fjölmiðla,“ segir Páll Vilhjálmsson.

Að Þóra hafi trítlað úr Efstaleiti niður á Landspítala

Jakob Bjarnar ræddi málið á Bylgjunni í morgun og henti gaman að kenningum Páls Vilhjálmssonar. Hann sagði, hálfhlæjandi:

„Hverjar eru þessar samsæriskenningar hans? Hann heldur því semsagt fram að það hafi verið eitrað fyrir nafna hans, Páli Steingrímssyni, skipstjóra hjá Samherja, og að Ríkisútvarpið tengist því einhvern veginn. Það eru nú hæg heimatökin því Efstaleitið er nú þarna bara í næsta nágrenni við Landspítalann, og einhver á RÚV, Þóra Arnórsdóttir þá væntanlega, sem óvænt hefur verið kölluð til yfirheyrslu hjá Páley lögreglustjóra, hún hafi einhvern veginn fengið einhvern til að stela símanum hans, af því hún vissi að þar væru gögn að finna um skæruliðadeildina Samherja svokölluðu. Og hún semsagt hleypur þarna niður á spítala, nappar símanum, fær tæknimann RÚV til að hakka símann og hefur svo þaðan þessar upplýsingar. Svo laumar hún símanum aftur á sjúkrabeðinn þar sem Páll liggur í óráði, það er auðvitað ekki hlæjandi að þessu … núna ætla ég að stoppa mig…“

Þáttarstjórnendur, Gunnlaugur Helgason og Heimir Karlsson, áminntu þá Jakob um að hafa rétt eftir Páli Vilhjálmssyni ef hann ætlaði að skjóta niður kenningar hans. Páll hefði aldrei haldið þessu fram. „Ef þú ert að gagnrýna það sem hann sagði hafðu það þá rétt.“

Jakob sagði þá að það væri fráleitt að RÚV væri að stýra fréttaflutningi hjá Stundinn og Kjarnanum. Þá væru þeir Þórður Snær á Kjarnanum og Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni verðlaunaðir blaðamenn og vandir að virðingu sinni, þeir færu aldrei að haga sér með þeim hætti sem Páll Vilhjálmsson heldur fram.

Jakob sagði að ekkert væri að því ef blaðamennirnir hafi skrifað fréttir upp úr gögnum sem komið var til þeirra. Það liggi þó ekki fyrir að umræddar fréttir hafi grundvallast á gögnum úr síma Páls Steingrímssonar. En stór fréttamál eins og Watergate-málið hefðu aldrei komið fram ef blaðamenn byggðu bara á vottuðum og stimpluðum gögnum frá hinu opinbera. Jakob sagði ennfremur í þessu samhengi: „Ef það reynist satt að síminn hafi verið afritaður á meðan Páll lá á Landspítalanum og blaðamenn hafi nýtt sér þau gögn þá er það allt í lagi.“

Jakob sagði ennfremur: „Það skilur enginn af hverju Þóra Arnórsdóttir er boðuð í yfirheyrslu. RÚV birti engar fyrstu fréttir af þessu, fyrstu fréttir birtust í Stundinni og Kjarnanum.“

Sjá einnig: Þóra Arnórsdóttir: „Ég hef engin lög brotið“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki