Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, að nú mæti 100 til 150 manns í bólusetningu á dag og hafi mætingin dregist saman síðustu vikur.
Um þrjú þúsund PCR-sýni voru tekin á Suðurlandsbraut í gær og sagði Ragnheiður það vera svipaðan fjölda og síðustu daga.
48 sjúklingar lágu á Landspítalanum í gær með COVID-19. Þrír þeirra voru á gjörgæslu en enginn í öndunarvél. Meðalaldur sjúklinganna er 64 ár.