fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Eiginmaður og faðir í nálgunarbann – Sagður hafa hent eiginkonu og syni út á götu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. febrúar 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms yfir manni þess efnis að hann verði að fara af heimili sínu og megi ekki koma nálægt því næstu fjórar vikur. Þá má hann ekki koma nálægt eiginkonu sinni í sex mánuði.

Í úrskurði Héraðsdóms í málinu kemur fram að lögregla hafi verið kölluð að heimili mannsins föstudagskvöldið 28. janúar. Er maðurinn sakaður um ógnvekjandi hegðun og líkamlegt ofbeldi. Hann er meðal annars sakaður um að hafa hellt kaffi yfir konuna og hent henni og syni þeirra út af heimilinu. Orðrétt segir um þetta í úrskurði Héraðsdóms:

„Í greinargerð lögreglu kemur fram, sbr. mál lögreglu nr. 007-2022-[…] að lögreglan hafi verið var kölluð að kvöldi föstudagsins 28. janúar sl, […] í Reykjavík, en þar hafði brotaþoli/ A kallað til lögreglu vegna alvarlegra hótana eiginmanns, kærða X í garð A. Hafi hún verið í miklu uppnámi og grét og titraði á víxl. Kvaðst hún hafa farið fram á skilnað við kærða. Kvað hún kærða haft fram líflátshótanir við sig og jafnframt hefði hann vísað henni af heimilinu ásamt syni þeirra fæddum […]. Brotaþoli kvað kærða hafa sagt við sig „að hann ætlaði að stúta henni“ og í kjölfarið hafi sonur þeirra […] flúið af heimilinu þar sem hann óttaðist kærða. Á vettvangi hafi einnig verið dóttir brotaþola og að hún hafi staðfest framburð brotaþola, að hann hefði haft í hótunum og verið með ógnandi hegðan. Kvað hún kærða hafa hellt kaffi yfir brotaþola síðasta sumar. Brotaþoli kvaðst óttast kærða og hann hefði beitt hana ofbeldi sem hún hafi ekki kært. Kvaðst hún vera hrædd og óttast um líf sitt og velferð. Teljist ætluð brot geta varðað við 218. gr. b. og eða 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og eftir atvikum 99. gr. barnaverndarlaga, þar sem sonur kærða sem er barn hafi verið viðstaddur þegar ætlaðar hótanir og ógnanir áttu sér stað.“

Lögreglan telur hættu á að maðurinn haldi þessari hegðun áfram ef hann njóti fulls athafnafrelsis. Þess vegna sé mikilvægt að grípa til nálgunarbanns til að vernda friðhelgi eiginkonunnar og sonarins. Á þetta hafa nú bæði héraðsdómur og Landsréttur fallist en úrskurði þeirra má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda