Á öðrum tímanum í nótt kom eldur upp í fyrirtæki í Hlíðahverfi. Slökkvilið slökkti eldinn og er málið í rannsókn. Á níunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um eld í gámi við skóla í Kópavogi. Slökkviliðið slökkti hann.
Síðdegis í gær var tilkynnt um innbrot í geymslu fjölbýlishúss í miðborginni og í fyrirtæki í Hlíðahverfi. Í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í bifreið í Kópavogi.
Í Háaleitis- og Bústaðahverfi var einn handtekinn á tíunda tímanum vegna slagsmála.
Þriggja bíla árekstur varð síðdegis í gær í Hafnarfirði. Einn ökumaður fann til eymsla eftir óhappið og fór á bráðamóttöku. Á tíunda tímanum varð árekstur tveggja bíla í Hafnarfirði og eru þeir báðir taldi ónýtir en ekki urðu slys á fólki.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.