fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Sjöfn og Mailinn stíga fram og standa við bakið á Bryndísi – „Ég flúði land til að komast undan honum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 11:25

Bryndís Ásmundsdóttir, Sjöfn Sæmundsdóttir og Mailinn Soler.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjöfn Sæmundsdóttir og Mailinn Soler stíga fram og standa við bakið á Bryndísi Ásmundsdóttur, söng- og leikkonu, sem lýsti ofbeldi sem hún sagðist hafa orðið fyrir af hálfu barnsföður síns yfir þriggja ára skeið.

Sjöfn og Mailinn voru báðar í sambandi með sama manni og Bryndís og segjast hafa sömu sögu að segja af honum.

„Ég flúði land til að komast undan honum,“ segir Sjöfn í samtali við DV.

Sjá einnig: Edda segir að þerapisti og barnsfaðir Bryndísar hafi haft samband við sig fyrir viðtalið – „Þau voru að reyna að sanna fyrir mér að þú sért „geðsjúkur ofbeldismaður““

Hafa sömu sögu að segja

„Við höfum ákveðið að stíga fram og standa við bakið á Bryndísi og staðfesta að við höfum sömu sögu að segja. Við höfum allar fengið óteljandi hvetjandi skilaboð og ætlum að stíga fram eftir margra ára þögn og segja okkar sögur,“ kemur fram í færslu Sjafnar á Facebook, sem hún gaf DV leyfi til að deila með lesendum.

„Það er alls ekki auðvelt en tíminn er svo sannarlega kominn. Það er mannskemmandi að vera í svona ofbeldissambandi, ekki bara fyrir okkur mæðurnar heldur líka fyrir saklausu börnin.“

Sjöfn segir að saga Bryndísar sé eins og saga þeirra. „Enda breytast þessir ofbeldismenn því miður ekki, þó svo að við töldum okkur allar trú um að við værum sú eina rétta og hann hefði bara verið mjög óheppinn í kvennamálum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda