fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Heldur því fram að sími Páls skipstjóra hafi verið afritaður í Efstaleiti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 10:30

Páll Steingrímsson og Samherji. Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV veiktist Páll Steingrímsson skipstjóri lífshættulega og var fluttur með flugi frá Akureyri til Landspítalans í Reykjavík um það leyti sem síma hans var stolið. Börnum hans var sagt að kveðja hann fyrir flugið því ekki væri víst að þau hittu hann lifandi aftur. Þetta var í maí 2021. Manneskja nákomin Páli er grunuð um að hafa tekið símann og um að hafa byrlað Páli. Engin byrlun hefur verið sönnuð í málinu en snögg lífshættuleg veikindi Páls í fyrra eru staðreynd.

Fyrir liggur að nokkrum vikum eftir þetta birtu Kjarninn og Stundin fréttir upp úr gögnum sem voru á síma Páls, en um er að ræða textaspjall hans við aðra tvo aðila sem tengjast Samherja, sem fólu í sér áform um áróður gegn aðilum sem fólkið taldi óvinveitt Samherja. Athygli vekur að auk blaðamanna Stundarinnar og Kjarnans er Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks á RÚV, með réttarstöðu sakborninga í málinu og verður auk hinna yfirheyrð af Lögreglunni á Norðurlandi eystra á næstunni, en RÚV var ekki með neina umfjöllun upp úr þessum gögnum.

Fáheyrt er að blaðamenn séu ákærðir fyrir að skrifa fréttir upp úr illa fengnum gögnum. Ekki er hins vegar ljóst fyrir nákvæmlega hvað blaðamennirnir eru grunaðir, t.d. hvort gögnunum úr símanum var lekið til þeirra eða hvort þeir afrituðu sjálfir símann. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra birti stutta tilkynningu um málið í gær:

„Í tilefni af umræðu í fjölmiðlum um rannsókn máls hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vill embættið koma eftirfarandi á framfæri.

Embættið er með brot gegn friðhelgi einkalífs til rannsóknar og er málið í hefðbundnum farvegi. Liður í rannsóknum sakamála er að fram fari skýrslutökur af aðilum og vitnum í því skyni að upplýsa mál.

Vegna rannsóknarhagsmuna mun embættið ekki veita frekari upplýsingar um málið.“

Að skrifa fréttir eða afrita síma

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, er einn fjórmenninganna sem hafa réttarstöðu sakbornings í málinu. Þórður gagnrýndi í gær skrif Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um málið, en Bjarni sagði að blaðamenn væru ekki of góðir til að svara spurningum lögreglu. Gagnrýndi Bjarni stórar fullyrðingar í fréttaskrifum gærdagsins um málið og sagði:

„Engar fréttir hafa verið fluttar af því sem mestu máli skiptir og flesta þyrstir að vita hvað lögreglan kunni að hafa undir höndum sem gefi tilefni til rannsóknar. Þeir sem stjórnað hafa þeirri umræðu eru þeir hinir sömu og nú eru til rannsóknar. Það eina sem þeir hafa fram að færa hins vegar eru getgátur um það hvað lögreglan muni mögulega vilja spyrja þá um og álit þeirra á eigin getgátum um það. Þeir segja okkur að þeim sé gefið að sök að hafa nýtt gögn til að skrifa fréttir. En hvað vita þeir svo sem um það á þessu stigi máls?

Ríkisútvarpið tók málið skrefinu lengra og fékk lögmann til að lýsa því yfir að ef málið snerist um það sem blaðamennirnir sjálfir telja, þá sé nær útilokað að ákæra verði gefin út og svo les maður fréttir af dómafordæmum um að slík mál séu vonlaus frá upphafi. ,,Afar ólíklegt að blaðamennirnir fjórir verði ákærðir,“ segir í fyrirsögn fréttar á ruv.is. Þetta er áður en nokkur maður veit hvaða gögn lögreglan hefur eða hvaða spurninga hún leitar svörum við. Eru einhver fordæmi fyrir svona vinnubrögðum fréttastofu?“

Þórður segir að honum sé gefið að sök að hafa skrifað fréttir, en hann segir orðrétt á Twitter:

„Það er óvenjuleg upplifun að formaður flokks/ráðherra og dagblað taki sig saman og gefi í skyn að maður sé mögulega þjófur. Glæpamaður. Fjármálaráðherra til upplýsingar þá veit ég hvað mér er gefið að sök. Ég spurði. Lögregla staðfesti það i yfirlýsingu: Að skrifa fréttir.“

Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur undanfarið tekið stórt upp í sig í skrifum um þetta mál. Hann telur að meint sök blaðamannanna sé sú að hafa afritað gögn úr þjófstolnum síma. Páll staðhæfir að sími nafna hans, Páls Steingrímssonar, hafi verið afritaður í húsi RÚV í Efstaleiti. Páll ræddi þetta í viðtali við Bylgjuna í morgun.

Páll Vilhjálmsson heldur því fram að umræddir blaðamenn hafi vitað að síma Páls yrði stolið þó að þeir hafi ekki vitað að það yrði eitrað fyrir honum. Hefur Páll þá kenningu að skyndileg vistaskipti blaðamannsins Aðalsteins Kjartanssonar af Kveik á RÚV yfir á Stundina á sama tíma og Páll skipstjóri lenti í þessum hremmingum tengist málinu.

Páll Vilhjálmsson segir síðan að síma nafna hans hafi annaðhvort verið stolið á leið hans með sjúkraflugi að norðan eða á gjörgæslunn í Reykjavík. Hann staðhæfir jafnframt að símanum hafi verið skilað aftur til Páls skipstjóra eftir að hann var afritaður. Hann hafi séð sjálfur að eitthvað var athugavert við símann, slökkt á honum og greint lögreglu frá og lögreglan fékk símann í hendur.

„Síminn var í þjófa höndum í tvo þrjá daga og síðan var honum skilað aftur. Páli átti ekki að gruna hvernig upplýsingar úr síma hans komust til fjölmiðla,“ segir Páll Vilhjálmsson.

Samsæriskenning eða sannleikur?

Páll Vilhjálmsson segir að bæði Stundin og Kjarninn hafi hringt í Páll Steingrímsson þann 20. maí og spurt út í upplýsingar sem miðlarnir höfðu úr síma hans. Fréttir upp úr þeim gögnum hafi síðan birst í báðum miðlum daginn eftir.

Þáttarstjórnendur á Bylgjunni spurðu Pál hvort hann teldi mögulegt væri að brotist hefði verið inn í símann án þess að hann hefði verið tekinn, slíkt væri mögulegt. Hann svaraði:

„Ég hugsa að lögregluyfirheyrslur núna yfir blaðamönnum á Stundinni, Kjarnanum og RÚV séu ekki vegna þess að einhver hafi rafrænt, stafrænt farið inn í gögnin. Þær eru vegna stuldarins og afritunar á gögnunum, því síminn geymir þau gögn, hvar hann var afritaður. Og hann var afritaður hjá RÚV. Það liggur fyrir, ég er náttúrulega ekki með lögregluskýrsluna fyrir framan mig og hún er í vinnslu en það liggur fyrir eftir atvikum máls.“

Þáttarstjórnendum þótti þessi kenning Páls Vilhjálmssonar vera reyfarakennd og kölluðu hana samsæriskenningu. Hann sagðist hins vegar draga ályktanir af gögnum málsins. Hann staðnæmdist sérstaklega við það að Þóra Arnórsdóttir á RÚV væri kölluð til yfirheyrslu þó að RÚV hefði ekki birt neinar fréttir upp úr umræddum símagögnum. Sagðist hann sannfærður um að fleiri starfsmenn RÚV yrðu kallaðir til yfirheyrslu. Heldur hann því fram að aðilar á RÚV hafi skipulagt verknaðinn, þ.e. afritun á síma skipstjórans.

Páll Vilhjálmsson heldur því einnig fram að Rakel Þorbergsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, hafi sagt starfi sínu lausu vegna málsins.

Viðtalið má heyra hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna