fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fréttir

Gunnar Ingi lögmaður gagnrýndur – „Taktíkin sem hann reyndi sjálfur á Vikuna og einstæða tveggja barna móður“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 09:07

Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður .Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkra athygli vöktu ummæli Gunnars Inga Jóhannssonar lögmanns í gær um mál fjögurra blaðamanna sem hafa fengið réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á stuldi á snjallsíma Páls Steingrímssonar, skiptstjóra hjá Samherja. Gunnar Ingi sagði við RÚV að það væri sérstakt að gefa blaðamönnum réttarstöðu sakbornings vegna skrifa um mál sem augljóslega hefðu átt erindi til almennings. Benti hann á að samkvæmt hegningarlögum sé ekki refsivert að ganga inn á friðhelgi einkalífs ef það sé gert með vísan til almannahagsmuna.

Sagðist Gunnar telja afar ólíklegt að blaðamennirnir verði ákærðir. Hann hefur áður vakið athygli sem sterkur talsmaður tjáningarfrelsis en um það leyti sem Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður (Ingó Veðurguð) kærði til lögreglu birtingu á 32 nafnlausum reynslusögur um meint kynferðisbrot sín sagði Gunnar að ekki væri hægt að kalla þá sem hefðu staðið að þeirri umfjöllun dómstól götunnar. Í viðtali við RÚV í fyrra sagði Gunnar um þetta: „Báðir hafa sinn rétt.  Að setja fram ásakanir af þessu tagi byggist á tjáningarfrelsinu sem eru stjórnarskrárvarin réttindi. Fólk sem setur fram slíkar ásakanir er því í fullum rétti til þess að gera það.“

Netverjar hentu á lofti ummæli Gunnar í RÚV í gærkvöld og minntu á að hann er lögmaður manns sem reyndi nýlega að stöðva birtingu viðtals Vikunnar við Hödd Vilhjálmsdóttir, sem sakaði barnsföður sinn um ofbeldi. Var Vikunni hótað málsókn ef viðtalið yrði birt.

Halldór Högurður segir um þetta á Twitter í gærkvöld:

„Þessi „mæti“ lögmaður fær sviðið til að tala um að meiðyrðamáli gegn blaðmönnum sé ætlað að hafa kælingaráhrif.
Það er akkúrat taktíkin sem hann reyndi sjálfur á Vikuna og einstæða tveggja barna móður sem var að opna sig um heimilisofbeldi í blaðinu.“

Hin þekkta baráttukona, Ólöf Tara, tekur í sama streng og segir:

„Gunnar Ingi.
Þú hefur oft verið flottur þegar þú talar gegn því að þöggun sé beitt á þolendur ofbeldis. Það er bara ekki flott að hóta fjölmiðli meiðyrðarmáli sem gefur þolanda platform og rými.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Jón Steinar: „Nú eru mér að fallast hendur í stuðningi við þennan flokk“

Jón Steinar: „Nú eru mér að fallast hendur í stuðningi við þennan flokk“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segja „góðar sannanir“ fyrir að kínversk fyrirtæki sjái Rússum fyrir drónum til hernaðarnota

Segja „góðar sannanir“ fyrir að kínversk fyrirtæki sjái Rússum fyrir drónum til hernaðarnota
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Verðbólgudraugurinn hrellir Þröst Leó

Verðbólgudraugurinn hrellir Þröst Leó
Fréttir
Í gær

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur
Fréttir
Í gær

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni
Fréttir
Í gær

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra
Fréttir
Í gær

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest