fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Björn Ingi hugsi yfir Samherja-símamálinu – „Það getur bara ekki verið“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, ritar um Samherja-símamálið, sem varðar lögreglurannsókn á meintum þjófnaði á síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, en gögn úr símanum urðu efni í mikil fréttaskrif á Stundinni og Kjarnanum síðastliðið vor.

Björn Ingi segir að íslenskir fjölmiðlar gerist ekki sekir um glæpsamlegt athæfi með því að skrifa fréttir upp úr leynigögnum sem þeir fái í hendur. En séu þeir þátttakendur í því að afla upplýsinga með ólöglegum hætti geti málið horft öðruvísi við. Þetta kemur fram í  nýjum pistli á Viljanum. Björn segi orðrétt um þetta:

„Það er margljóst í íslensku réttarfari og alþjóðlegu að fjölmiðlar gerast ekki sekir um glæpsamlegt athæfi með því að skrifa fréttir þótt einhverjum þyki þær óþægilegar eða óviðeigandi. Að fá leynigögn upp í hendur og vinna úr þeim fréttir er alsiða og kallar ekki á lögreglurannsókn. Það er aðeins ef tilteknir fjölmiðlar reynast þátttakendur í því að afla upplýsinga með ólöglegum hætti sem glæparannsókn getur komið til sögunnar.

Það er til dæmis eitt og ekki ólöglegt að fá efni úr símtæki útprentað ef ljóst er að efni þess kann að eiga erindi við almenning. Slíkir gagnalekar verða tíðum og oft stór fréttaefni. Allt annað er að taka við stolinni tölvu eða síma, brjótast inn í tækið og afla upplýsinganna þannig.“

Björn Ingi telur að ævintýraleg bloggskrif Páls Vilhjálmssonar um málið undanfarna mánuði hafi nú öðlast það gildi að þeim sé gaumur gefinn þó að þær sakir sem hann ber á starfsmenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnans séu ósannaðar. Ný staða sé komin upp þegar fjórir blaðamenn miðlanna hafi fengið stöðu sakbornings í rannsókninni, þar af einn starfsmaður RÚV, Þóra Arnórsdóttir, þó að RÚV hafi engar fréttir birt upp úr viðkomandi gögnum.

Mikilvægt sé að upplýsa málið og hreinsa RÚV og blaðamennina af þeim sökum sem á þá eru bornar. Því verði ekki trúað að RÚV hafi komið að því að taka við stolnum síma og afrita gögn úr honum:

„Þeir eru saklausir uns annað kemur í ljós, það ber að árétta. Því skal ekki trúað að Ríkisútvarpið (sem stýrt af fyrrverandi lögreglustjóra) hafi komið að því að taka við stolnum síma, opna hann og afrita, og koma efninu í umferð á öðrum miðlum. Eða að leggja á ráðin um slíkan verknað. Slíkt er eiginlega óhugsandi, enda væri þá um að ræða einstæðan atburð í íslenskri fjölmiðlasögu og risafrétt á alþjóðlegan mælikvarða sem án efa hefði gífurlegar afleiðingar í för með sér.

Það getur bara ekki verið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi