fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ungir menn frömdu hrottalega líkamsárás fyrir utan Hagkaup í Skeifunni en sleppa við fangelsi

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 18:57

Hagkaup í Skeifunni - Skjáskot/Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. nóvember árið 2018 var framin hrottaleg líkamsárás fyrir utan Hagkaup í Skeifunni. Tveir ungir menn veittust, ásamt fleirum, að tveimur einstaklingum, slógu margsinnis í höfuð þeirra og bæði slógu og spörkuðu í búk þeirra. Við það féllu einstaklingarnir niður í jörðina en ungu mennirnir spörkuðu þá margsinnis í höfuð þeirra og búk. Annar þeirra sem ráðist var á úlnliðsbrotnaði og hlaut áverka á enni sínu og höfði en hinn hlaut áverka í andliti.

Ungu mennirnir tveir voru kærðir vegna árásinnar og hlutu dóm vegna hennar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í dómnum kemur fram að líkamsárásin hafi verið „sérlega hættuleg“ en báðir ungu mennirnir játuðu brot sín fyrir dómi. Þeir kröfðust þess báðir að þóknun skipaðra verjanda þeirra yrði greidd úr ríkissjóði og að þeir fengu enga refsingu eða vægustu refsingu sem lög leyfa.

Þegar árásin fór fram voru ungu mennirnir einungis 17 og 18 ára gamlir. Í dómnum kemur fram að litið hafi verið til mildunar bæði vegna ungs aldurs þeirra þegar brotið var framið en einnig sökum þess hve langur tími er liðinn síðan.

Dómurinn ákvað að fresta skilorðsbundið ákvörðun refsingar ungu mannanna í tvö ár frá og með gærdeginum. Þeir voru þá báðir dæmdir til að greiða sakarkostnað vegna málsins en í kostnaðinum er innifalinn þóknun skipaðra verjenda þeirra. Sá sem var 17 ára þegar árásin fór fram þarf að greiða samtals 519.233 krónur í sakarkostnað til ríkissjóðs en sá sem var 18 ára þarf að greiða samtals 840.083 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar