Niðurstaða er komin úr formannskosningu Eflingar en Sólveig Anna Jónsdóttir hefur verið kjörinn formaður stéttarfélagsins á ný. Sólveig sagði af sér sem formaður Eflingar í október í fyrra vegna vantrausts starfsfólks. Sólveig tekur við af Agnieszku Ewa Ziółkowska, settum formanni, á næsta aðalfundi félagsins.
Alls voru þrír listar í framboði, A-listi uppstillinganefndar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, fyrrverandi varaformanni Eflingar sem formannsefni, B-listi með Sólveigu Önnu í forsvari og svo C-listi Guðmundar Jónatans Baldurssonar, stjórnarmanns í Eflingu.
A-listinn hlaut 37% atkvæða.
B-listinn hlaut 52% atkvæða.
C-listinn hlaut 8% atkvæða.
2% kjósenda tóku ekki afstöðu.
Á kjörskrá voru 25.842 en atkvæði greiddu 3.900. Kjörsókn er því rétt rúmlega 15%