fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Siðanefnd HÍ sagði af sér – Segir trúnaðarbrest hafa orðið milli sín og rektors

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siðanefnd Háskóla Íslands (HÍ) sagði nýlega af sér og ber við trúnaðarbresti á milli nefndarinnar og Jóns Atla Benediktssonar, háskólarektors. Ástæðan er að Jón Atli greindi frá þeim skilningi sínum að nefndin hefða enga lögsögu í máli Bergsveins Birgissonar rithöfundar gegn Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra. Bergsveinn hefur sakað Ásgeir um ritstuld.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Morgunblaðið hefur yfirlýsingu frá siðanefndinni undir höndum en í henni segir að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli hennar og rektors og að hann hafi lýst eigin skoðun á málavöxtum.

Þessu vísaði Jón Atli á bug í samtali við Morgunblaðið og sagðist ekki hafa haft nein afskipti af málinu og það sé ekki á hans borði. Hann sagðist hafa fengið fyrirspurn frá öðrum aðilanum, sem er í launalausu leyfi frá HÍ, um réttarstöðu hans og hafi hann svarað því bréfi eins og honum beri að gera. Í því felist ekki að hann hafi nein efnisleg afskipti af málinu.

Þegar málinu var skotið til siðanefndarinnar taldi hún að það félli undir hana því seðlabankastjóri væri í „virku ráðningarsambandi“ við HÍ þótt hann sé í launalausu leyfi. Eftir að Jón Atli komst að annarri niðurstöðu taldi nefndin sér ekki sætt lengur.

Í siðanefndinni sátu Skúli Skúlason, formaður, Henry Alexander Henrysson og Sólveig Anna Bóasdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi