Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að miðaldra fólk sker sig töluvert úr frá öðrum aldurshópum hvað þetta varðar því 16% þessa aldurshóps eru andvíg því að stjórnendur þurfi að bera ábyrgð ef þeir eru sakaðir um kynferðisbrot. 67% þessa aldurshóps eru hlynnt slíkri ákvörðun en það er lægsta hlutfallið í öllum aldursflokkum.
15% karlmanna eru andvígir því að stjórnarmenn eigi að víkja ef ásökun kemur fram, 65% karla eru hlynntir því en 20% tóku ekki afstöðu.
Almennt séð er ungt fólk hlynnt því að stjórnendur og stjórnarmenn þurfi að axla ábyrgð ef ásökun um kynferðisbrot kemur upp en 80% sögðust hlynnt því.