fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Kristján segir Tómas fá milljóna styrki í verkefni sem aldrei eru unnin – „Er ekki kominn tími til að fletta ofan af spillingunni á Íslandi?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 13:30

Kristján Hreinsson (t.v.) og Tómas J Knútsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Hreinsson rithöfundur skýtur föstum skotum á Tómas J. Knútsson og samtök hans Bláa herinn sem vinna að landhreinsun. Kristján birtir ádeilugrein á Bláa herinn í Fréttablaðinu í dag.

„Í tveimur blaðagreinum á síðasta ári benti ég á það spillingarafl sem Blái herinn er. Ég hef sýnt og sannað að þar er ekki á ferðinni neinn her, heldur einn hermaður sem fær helling af peningum úr vösum skattgreiðenda fyrir að gera ekkert nema skreyta sig stolnum fjöðrum. Þetta hef ég sýnt og sannað með svo óyggjandi hætti að eigandi Bláa hersins hefur ekki mótmælt einu orði af því sem í greinum mínum kemur fram,“ segir í greininni.

Í fyrra sakaði Kristján Jónas um að eigna sér heiður af verkum annarra. Sjá einnig:

Sakar Bláa herinn um að eigna sér heiður af verkum annarra

Kristjáni gremst mjög að Bláa hernum hafi verið úthlutaður styrkur upp á sjö og hálfa milljón króna frá umhverfisráðuneytinu til hreinsunar strandlengjunnar:

„Núna er staðreyndin sú að bláa höndin ætlar að veita Bláa hernum 7.500.000 krónur í styrk. Sjö og hálf milljón fer frá sjálfstæðismanni til Bláa hersins og skattgreiðendur borga. Ég gæti skilið þennan vitleysisgang ef Blái herinn hefði gert eitthvað til að verðskulda sjö og hálfa milljón í styrk. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi svokallaði her hefur ekkert unnið sem vert er að styrkja. Engu að síður er mokað peningum í mann sem laug til sín fálkaorðu með því að þykjast vera æðislega duglegur og með því að birta af sér myndir þar sem hann er í fjöruferð með forseta Íslands. Þetta er ekkert grín.“

Kristján ber Bláa hernum annars vegar á brýn að skila ekki ársreikningi og hins vegar að vinna ekki þau verkefni sem hann fær styrk af almannafé til að vinna.

Umhverfisráðuneytið hefur tilkynnt um fjögur verkefni sem fá úthlutað styrkjum til verkefna sem felast í hreinsun strandlengjunnar. Blái herinn fær sjö og hálfa milljón króna til verkefnisins, Veraldarvinir fá sömu upphæð en samtökin Ocean Missions og Seeds fá tvær og hálfa milljón hvor. Kristján segir:

„Fyrr á síðasta ári fékk Blái herinn 2.000.000 króna til verkefnis sem enn hefur ekki farið af stað. Sjö og hálf milljón bætast við sem styrkur fyrir árið 2021. Guðlaugur Þór Þórðarson er hér að opna spillingarleikinn upp á gátt. Nú hefur Blái herinn fengið níu og hálfa milljón úr sameiginlegum sjóðum. Í fyrsta lagi er þetta ólöglegt, í öðru lagi er þetta siðlaust, í þriðja lagi er þetta spilling og í fjórða lagi er þetta ömurleg ráðstöfun.“

Grein Kristjáns má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda