fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Spáir vondri færð og svakalegri hálku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. febrúar 2022 11:00

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru snjór og klaki framundan,“ segir Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands, í spjalli við DV. Gífurlega mikill snjór er núna á höfuðborgarsvæðinu og suðurlandi en nú dregur úr úrkomu í bili og það er byrjað að hlýna. Búast má við töluverðu hvassviðri í eftirmiðdaginn sem mun valda skafrenningi.

Sjá einnig: Færðin gæti orðið ennþá verri í eftirmiðdaginn

„Það eru horfur á suðaustanstormi í kvöld og fram á nótt á suðvesturlandi. Það fylgir honum einhver úrkoma, en það er ekki víst að hún verði mikil,“ segir Haraldur um veðurhorfur næsta sólarhring. Það kólnar aftur ofan í skammvinn hlýindi og því má búast við miklum klaka:

„Úrkoman fer yfir í slyddu eða rigningu svo það blotnar dálítið í snjónum, en svo kólnar aftur, strax fyrir fótaferð, svo það tekur ekki mikið upp af þessum snjó sem kominn er,“ segir Haraldur sem spáir afleitri færð:

„Þetta gæti orðið skólabókardæmi um klakamyndun. Það margborgar sig að moka þeim snjó sem kemur í dag burt af tröppum og stéttum, annars er hætt við langlífum klaka.“

Varðandi veðurhorfur næstu daga segir Haraldur:

„Fram eftir vikunni verður hann svo um eða undir frostmarki. Engir stormar eru sjáanlegir, en líklega kastar hann úr sér éljum öðru hverju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi