Á tíunda tímanum var maður handtekinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglunnar og fyrir að hafa í hótunum. Hann var vistaður í fangageymslu.
Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar reyndist vera án gildra ökuréttinda og hinn hafði verið sviptur ökuréttindum. Hann reyndi að ljúga til um nafn en lögreglan sá við honum.
Á ellefta tímanum komu lögreglumann að manni sofandi í bifreið í Hafnarfirði. Hann reyndist vera með fíkniefni í fórum sínum.
Á fyrsta tímanum í nótt var maður handtekinn í Vesturbænum eftir að hafa verið með hótanir. Hann var vistaður í fangageymslu.