fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Færðin gæti orðið ennþá verri í eftirmiðdaginn – Fólki ráðlagt að aka ekki að óþörfu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. febrúar 2022 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fremur lítið hefur verið um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í morgun þrátt fyrir mikla ófærð. Þetta segir Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við DV. Nefnir hann þó þrjú umferðaróhöpp sem hafa orðið í morgun.

Eðli máls samkvæmt berast lögreglu ekki tilkynningar um fasta bíla nema slíkt eigi sér stað á stofnbrautum þannig að hamli umferð. Snemma í morgun var tilkynnt um fastan bíl á Suðurlandsvegi við Hafravatnsveg sem olli umferðarstöðvun. Síðan var útafakstur og ekið á ljósastaur á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík upp úr klukkan sjö. Engin slys urðu þar á fólki. Bílvelta varð við Breiðhöfða kl. 7:35 og að öllum líkindum urðu þar ekki slys á fólki en sjúkrabíll var sendur á vettvang.

En almennt hefur umferðin gengið mjög vel í morgun. „Sumir komast ekki að bílastæðunum heima hjá sér og þeir sem hafa tækifæri til hafa notað þessar veðuraðstæður til að vinna bara heima þannig að það hefur verið minni umferð en oft er og hún hefur gengið bærilega þó að víða sé þungfært í úthverfum,“ segir Guðbrandur.

Eftir hádegi hættir að sjóa og hlýnar í veðri en spáð er miklu hvassviðri, 15-23 metrum á sekúndu. Þetta getur haft mikil áhrif á færð og akstursskilyrði. „Miðað við þessa spá og allan þennan snjó þá má búast við miklum skafrenningi sem blindir sýn fólks mjög skyndilega þannig að fólk þarf að fara varlega og fara ekki af stað á vanbúnum ökutækjum og hreinsa vel allan snjó af þeim, af öllum rúðum og ljósabúnaði, þannig að þau sjái og sjáist. Og vera ekki á ferðinni nema nauðsynlegt sé,“ segir Guðbrandur og telur hann að meiri umferð verði síðdegis.

„Það má búast við meiri umferð síðdegis þar sem margir kunna að hafa seinkað för sinni í dag. Síðan eru allir á leiðinni heim seinni partinn. En það er ekki víst að veðuraðstæður verði betri þó að það sé ekki ofankoma heldur skafrennningur,“ segir Guðbrandur og bendir á að skafrenningurinn sé síst betri fyrir færð og akstursskilyrði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“