Tveir karlar voru í kvöld í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skotárás í miðborginni síðastliðna nótt. Annar var úrskurðaður í varðhald til 11. mars, en hinn til 21. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Þriðji maðurinn, sem var handtekinn í tengslum við málið, er laus úr haldi lögreglu.
Rannsókn málsins miðar vel.
Greint hefur verið frá því að þeir þrír sem handteknir voru vegna skotárásarinnar í nótt voru 19 og 20 ára gamlir. Þeir þekktu þann sem var ráðist á og allt voru þetta Íslendingar.