Þrír íslenskir karlmenn voru handteknir eftir umfangsmiklar aðgerðir sérsveitar eftir skotárás í nótt. Þeir eru fæddir á árunum 2002 og 2003, sem sagt enginn eldri en tvítugur. Vísir greinir frá þessu.
„Við lítum þannig á að þegar við rannsökum mál þar sem skotvopni er beint að annarri manneskju er það tilraun til manndráps. Við lítum á það þannig.Við það að hafa handtekið þessa menn og lagt hald á skotvopn teljum við okkur vera búin að ná töluvert utan um þetta mál,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Þá er einnig til rannsóknar hvort skotárásin tengist annarri skotárás fyrir helgi.
Sá sem fyrir henni varð tilkynnt sjálfur um árásina, en viðkomandi var fluttur á slysadeild, gekkst þar undir aðgerð og er ekki í lífshættu.
Árið 2016 og 17 voru engin sjálfvirk skotvopn flutt til landsins, 19 árið 2019 og 252 árið 2020. Þá eru 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar, https://www.visir.is/g/20222222025d/tvitugur-arasarmadur-thekkti-fornarlambid-sem-hann-skaut-i-brjostidsegir á Vísi.
Þrír í haldi lögreglu eftir að maður var skotinn í miðbænum í nótt