fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Þórunn Antonía segir Bubba hafa niðurlægt sig – „Ég var að berjast við tárin“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 11. febrúar 2022 17:00

Myndin er samsett -Skjáskot/Stöð 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er nýjasti gesturinn í hlaðvarpinu Eigin konur. Í hlaðvarpsþættinum fer Þórunn yfir víðan völl og ræðir meðal annars mikið um misrétti sem hún hefur orðið fyrir sem kona í tónlistar- og sjónvarpsbransanum. Þá ræðir hún sérstaklega um tímann sinn sem dómari í sjónvarpsþáttunum Ísland Got Talent en hún segir meðdómara sinn, tónlistarmanninn Bubba Morthens, hafa komið illa fram við sig í því ferli.

„Þetta var rosalega áhugavert. Þetta byrjaði sem eitthvað svona komment og svo bara urðu það að fleiri kommentum. „Þið eruð allar eins þessar gellur sem ælið upp öllu sem þið borðið“, þetta er bara sagt fyrir framan alla í miðjum tökum. Ég veit ekki hversu mikill fjöldi af ungum konum í mínum bransa – við höfum örugglega allar þjáðst af sjálfshatri, útlitskomplexum,“ segir Þórunn í þættinum.

Hún segir þá að hún hafi sjálf verið með átröskun á tímabili og að Bubbi hafi niðurlægt sig með þessum og öðrum athugasemdum. „Maður kemur úr því að þurfa að vinna sig upp úr þessum ótrúlega brengluðu hugmyndum um hvernig maður á að líta út og maður er kominn á þennan stað í lífinu, að vera ein af fjórum stærstu stjörnunum í risastórum sjónvarpsþætti og er allt í einu mætt af frægasta manni Íslands sem er daginn út og daginn inn að niðurlægja mann fyrir framan alla samstarfsfélaga okkar.“

Taktlaust, yfir strikið og óþæginlegt

Þórunn segir að Bubbi hafi „endalaust“ komið með athugasemdir við hana sem voru persónulegar, ljótar og mjög niðurlægjandi. Hún segir til að mynda frá því að einu sinni hafi hún verið að koma út af klósettinu og að Bubbi hafi skotið á sig í kjölfarið. „Þórunn þú pissaðir út fyrir, ætlarðu ekki að þurrka þetta upp, þú pissar alltaf út fyrir,“ segir hún að Bubbi hafi sagt þegar hún kom út af klósettinu.

Þá segir hún einnig að rétt fyrir einn af lokaþáttum seríunnar hafi Bubbi verið að kasta súkkulaðimolum í sig, hún hafi sagt honum að hætta en hann hafi ekki gert það. „Það var bara endalaust af svona augnablikum sem voru svo taktlaus, yfir strikið og óþæginleg.“

„Ég var að berjast við tárin“

Þegar það fór að líða að jólum var gert hlé á tökum fyrir þættina. Á þessum tíma komst Þórunn að því að hún var ólétt af sínu fyrsta barni. „Áður en tökuferlið hefst aftur er okkur boðið í mat þar sem verið er að fagna velgengni okkar, velgengni þessarar dómnefndar. Þarna eru bara nánustu aðilarnir sem standa að þættinum, pródúsentarnir okkar og þetta fólk,“ segir hún.

Þórunn segir að í matarboðinu hafi hafist umræða um barneignir. „Hann [Bubbi] byrjar allt í einu bara eitthvað „Auddi, þú átt eftir að vera svo frábær pabbi, djöfull áttu eftir að vera geggjaður í þessu hlutverki“ og bla bla bla. Svo beinist athyglin að mér. „Þórunn þú átt eftir að verða alveg afleit mamma. Þú ert svo mikið fiðrildi, þú átt örugglega bara eftir að skilja barnið þitt eftir einhvers staðar“ og hélt áfram þangað til Þorgerður stoppaði hann.“

Þessar athugasemdir Bubba létu Þórunni líða illa. „Hvenær er þetta við hæfi? Að segja við konu á barneignaraldri? Bara aldrei, hvað vissi hann? Kannski var ég að reyna að eignast börn, kannski var ég að reyna að eignast börn, kannski var ég búin að missa fóstur, kannski var ég ólétt – sem ég var,“ segir hún. „Ég var að berjast við tárin á meðan hann var að kalla mig slæma móður.“

„Ekkert „sell“ í því að hafa konu með barn á brjósti í sjónvarpinu“

Eftir þetta stendur einn af framleiðendum þáttana upp og tilkynnir dómnefndinni að þau yrðu öll með í næstu seríu. Þórunn ákveður þá að tilkynna öllum að hún sé ólétt.

„Þá stend ég upp, þegar hann hefur lokið orði sínu og segi: „Já heyrðu það er hérna smá – við verðum þá fimm í dómnefnd í næsta rennsli“. Það eru allir bara „Ha?“ og ég bara „já ég er ólétt“. Ég er þarna að tilkynna mína fyrstu óléttu, sem ég átti ótrúlega erfitt með. Ég er með hnút í maganum og bara þvílíkan kvíða yfir þessu, þetta var risastórt fyrir mér.“

Þórunn segir að áður en fólk gat sagt til hamingju, knúsað hana eða brugðist við þessu þá hafi Bubbi staðið upp og kallað yfir allt. „Ég er skyggn, ég er skyggn, ég vissi það, ég vissi það – þess vegna var ég að segja þetta hérna áðan,“ segir hún hann hafa sagt.

„Það eru allir bara mjög hissa og svo bætir hann við: „Við verðum að reka hana. Það verður að láta fokking reka hana. Það er ekkert „sell“ í því að hafa konu með barn á brjósti í sjónvarpinu“. Þá segi ég á móti bara: „Er eitthvað sell í því að hafa heyrnarlausan rokkara í sjónvarpinu?“. Þorgerður skipar honum þá að setjast niður og hann fer heim stuttu eftir það. Þetta var ekki gott vinnuumhverfi eftir þetta.“

Hægt er að horfa á viðtalið við Þórunni í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigga Dögg fagnar sigri eftir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis – „Föstudagur til fjár, baby“

Sigga Dögg fagnar sigri eftir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis – „Föstudagur til fjár, baby“
Fréttir
Í gær

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfsvígstaktík norðurkóreskra hermanna í Úkraínu – Berjast fyrir Kim

Sjálfsvígstaktík norðurkóreskra hermanna í Úkraínu – Berjast fyrir Kim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni