fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Sturla situr fastur í litlum gámi eftir að hafa greinst með Covid-19 í Kína – „Þetta eru bara fanga­búðir“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 11. febrúar 2022 12:30

Sturla Snær Snorrason - Mynd: Instagram/@sturlasnaer94

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason er þessa stundina staddur í Peking, Kína en hann er hluti af íslenska hópnum sem keppir á Vetrarólympíuleikunum sem nú fara fram. Áður en Sturla fór á æfingu á laugardaginn síðasta tók hann reglubundið kórónuveirupróf, þegar hann var kominn í herbergið sitt eftir æfinguna var svo bankað á dyrnar hans.

„Þar standa ein­kennisklædd­ir ör­ygg­is­verðir og tjá mér að ég sé smitaður af kór­ónu­veirunni. Ég er svo flutt­ur beint af hót­el­inu á þenn­an spít­ala sem er sam­an­settt­ur af ein­hvers­kon­ar gáma­ein­ing­um,“ segir Sturla í samtali við mbl.is sem fjallaði um málið.

Sturla var settur í eina af þessum gámaeiningum og hefur hann dvalið þar síðan á laugardaginn. Hann segir gámaeininguna einungis vera um 8 fermetrar að stærð en í henni er ekkert nema sjúkrarúm og salerni. Þá er hann ekki með neitt sjónvarp og einu samfélagsmiðlarnir sem virka hjá honum í Kína eru Snapchat og Tinder. „Þetta eru bara fanga­búðir, það er ekk­ert flókn­ara en það,“ segir hann.

Þá segir hann að maturinn sem hann fær þarna sé ekki upp á marga fiska. „Mat­ur­inn hérna er satt best að segja ógeðsleg­ur og alltaf ís­kald­ur þegar hann kem­ur loks­ins.“

Fer í sóttkví en má keppa á leikunum

Á morgun losnar Sturla úr einangruninni en þá þarf hann að fara í vikulanga sóttkví í Ólympíuþorpinu. „Heils­an er orðin nokkuð góð en ég var ennþá slapp­ur í gær. Ég er hins veg­ar á réttri leið en á sama tíma reyndi ég að gera ein­hverj­ar æf­ing­ar í morg­un til þess að halda mér við,“ segir Sturla en hann má keppa á leikunum þrátt fyrir að hann verði í sóttkví.

Þá segir hann að markmiðin fyrir leikana hafi breyst eftir smitið. „Núna er ég fyrst og fremst að hugsa um að geta staðið í báðir lapp­ir niður braut­ina, ef maður hef­ur þá kraft­ana í það. Það hef­ur gengið á ýmsu í hausn­um á manni und­an­farna daga en ég er staðráðinn í að gera mitt allra besta í báðum grein­um,“ segir hann að lokum í samtalinu við mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Í gær

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“