fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Brjálaður leigumarkaður – „Þetta er á skala við arðsemiskröfu fíkniefnasmyglara“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. febrúar 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök leigjenda á Íslandi settu nýverið upp reiknivél á heimasíðu sinni þar sem þau segja hægt að reikna út eðlilegt viðmiðunarverð á leiguhúsnæði. Þar segir ennfremur að sambærilegar reiknivélar séu til í öllum nágrannalöndum og séu forsendur þess að hægt sé að „byggja upp siðaðan leigumarkað.“ Hér má nálgast reiknivélina.

Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og stjórnarmaður í Samtökum leigjenda, skrifar afar beitta grein á Visir.is í dag sem ber heitið „Grey litli okrarinn“ þar sem hann fer ófögrum orðum um leigusala sem reyni að okra á þeim sem ekki hafa efni á að kaupa sér íbúð.

Hann segir kostulegt að hafa fylgst með viðbrögðum okrarar og braskara við reiknivélinni enda sýni hún allt aðrar tölur en tíðkist á íslenskum leigumarkaði.

„Skiljanlega passar verðið sem reiknivélin sýnir illa við raunveruleika gerspillts húsaleigumarkaðar þar sem skortur hefur skrúfað upp verð, þar sem leigjendur eru ofurseldir drottnunarstöðu leigusala. Á þeim markaði er leiguverðið út úr öllu korti, hrein svívirða.“

Gunnar Smári bendir á að leigumarkaður í öðrum löndum sem við berum okkur saman við sé regluvæddur til að tryggja réttindi leigjenda. „Leigumarkaðurinn er helsta skömm íslensk samfélags. Enginn einstakur hópur stendur eins illa í samanburði við sambærilega hópa í okkar nágrannalöndum og leigjendur. Íslenski leigumarkaðurinn er eins og úr bók eftir Dickens, sýnishorn frá frumbýlingsárum kapítalismans áður en verkalýðshreyfingin og almannasamtök náðu að spyrna við fótum.“

Hann tekur síðan dæmi af leigusala sem keypti íbúð í Breiðholtinu fyrir áratug.

„Hagur leigusalans sem lagði 5,7 m.kr. í 3ja herbergja íbúð í Breiðholtinu fyrir tíu árum hefur því vaxið um 278 þús. kr. hvern einasta mánuð þessi tíu ár, 39 þús. kr. koma vegna leigutekna umfram allan rekstrarkostnað og 239 þús. kr. vegna hækkunar eignaverðs. Þetta gerir um 58% ársávöxtun á upphaflega höfuðstólinn, hvert einasta ár. Þetta er á skala við arðsemiskröfu fíkniefnasmyglara.“

Gunnar Smári útskýrir síðan frekar forsendur útreikninga reiknivélarinnar og gagnrýnir markaðinn harðlega. „Reiknivél Samtaka leigjenda er því sanngjörn og rétt. Það er markaðurinn sem klikkaður. Galin. Siðlaus. Íslensku samfélagi til skammar.“

Greinina má í heild sinni lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi