fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Alcoa Fjarðaál kærði starfsmann fyrir falsað læknisvottorð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. febrúar 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir fyrrverandi starfsmanni Alcoa Fjarðaáls sem sakfelldur var fyrir skjalafals, m.ö.o. að leggja fram falsað læknisvottorð til vinnuveitenda sinna.

Maðurinn slasaðist við störf sín í álverinu vorið 2019. Hann framvísaði læknisvottorði rafrænt á Teams-fundi sem lýsti hann óvinnufæran fram í ágústmánuð, þegar hið upprunalega læknisvottorð lýsti hann óvinnufæran inn í júní. Á grundvelli þessa gagns fékk hann hærri launagreiðslur frá fyrirtækinu en ella. Maðurinn póstlagði aldrei upprunalega pappírsvottorðið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um slíkt.

Maðurinn gekkst við því að dagsetningum á rafræna vottorðinu og pappírsvottorðinu bæri ekki saman en neitaði því að vera valdur að því.

Alcoa Fjarðaál sagði honum upp störfum og kærði hann síðan til lögreglu.

Héraðsdómur Austurlands dæmdi manninn sekan í júní árið 2021 og var hann dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann áfrýjaði til Landsréttar sem staðfesti dóminn í dag.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé