fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Stefán Ingvar: „Þá opnaðist ormagryfja troðfull af áföllum“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 10. febrúar 2022 13:00

Stefán Ingvar Vigfússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var skikkaður til þess að vinna í sjálfum mér og byggja mig upp, fólk hefur svo sem mátt þola harðari refsingar.“

Svona hefjast bakþankar uppistandarans Stefáns Ingvars Vigfússonar sem birtust í Fréttablaðinu í dag. Yfirskrift bakþankanna er „Sjálfsvinna“ enda fjalla þeir um einmitt það, að vinna í sjálfum sér.

Stefán segir að það sem honum finnst vera vandamálið við sjálfsvinnu er hve óljós tímaramminn er. „Ég hóf þessa vegferð fyrir rúmum fimm árum þegar ég lét renna af mér. Þegar ég steig út af Vogi hugsaði ég að þetta væri komið en svo var aldeilis alls ekki,“ segir hann.

„Þá opnaðist ormagryfja troðfull af áföllum, félagskvíða, almennri kvíðaröskun, óheilbrigðum samskiptamynstrum og ég veit ekki hvað og hvað.“

Stefán líkir þessu við hinn svokallaða „whack-a-mole“ leik, leikinn þar sem keppendur reyna að berja moldvörpur með hamri um leið og þær kíkja upp úr holunni sinni. „Um leið og ég kveð niður einn draug vaknar annar til lífsins sem ýfir einhvern andskotann upp hjá þeim fyrri. Þetta er endalaust,“ segir hann.

Þá nefnir Stefán dæmi um hvernig ný vandamál taka alltaf við af þeim gömlu. „Ég tek mig til og laga svefnrútínuna og um leið og ég jafna mig á stöðugri þreytunni átta ég á mig á því að mér er ómögulegt að sitja í sjálfum mér og án þess að skoða símann minn. Fokk, segi ég þá, ég er bara að deyfa mig eins og með áfenginu og dópinu. Ég slekk á símanum og sný honum á hvolf og set inn í annað herbergi,“ segir hann.

Þegar Stefán slekkur á símanum sínum áttar hann sig þó á því að hann er að einangra sig aftur því hann þarf á símanum að halda til að tala við fólk. „Þá er ég að leyfa félagskvíðanum að ná tökum á mér. Ég kveiki aftur á símanum og sé að mér er boðið í partí, mig langar alls ekki. Ég verð samt að fara, er það ekki? Ég má ekki gefa undan félagsfælninni? „Mæti með læti ;)“ skrifa ég og fatta að þetta er meðvirkni,“ segir hann.

„Þetta er ekkert líf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Í gær

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“