Landsréttur staðfesti á mánudaginn gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir meintum síbrotamanni. Skal maðurinn vera í gæsluvarðhaldi til 3. mars en hann er grunaður um fjölmörg brot sem eru til rannsóknar.
Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu sína, tekið með höndum um háls hennar og sett púða yfir vit hennar. Nágrannar konunnar heyrðu lætin, brutust inn í íbúð hennar og björguðu henni frá manninum. Telur lögregla að hann hafi þarna gerst sekur um tilraun til manndráps.
Maðurinn er einnig sakaður um að hafa keyrt á lögreglumann sem reyndi að stöðva akstur hans.
Maðurinn er einnig sakaður um fjölmörg fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Hann er ennfremur sakaður um vopnlagabrot, að hafa haft haglabyssu í vörslu sinni.
Það er mat lögreglu að mikil hætta sé á að maðurinn haldi áfram að brjóta af sér ef hann gengur laus. Frá því maðurinn losnaði úr afplánun í mars 2021 hafi ko mið um fjölmörg mál þar sem hann er sakaður um ýmiskonar brot.
Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér