fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Meintur hrotti í gæsluvarðhald – Tók um háls konunnar og setti púða yfir andlit hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. febrúar 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti á mánudaginn gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir meintum síbrotamanni. Skal maðurinn vera í gæsluvarðhaldi til 3. mars en hann er grunaður um fjölmörg brot sem eru til rannsóknar.

Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu sína, tekið með höndum um háls hennar og sett púða yfir vit hennar. Nágrannar konunnar heyrðu lætin, brutust inn í íbúð hennar og björguðu henni frá manninum. Telur lögregla að hann hafi þarna gerst sekur um tilraun til manndráps.

Maðurinn er einnig sakaður um að hafa keyrt á lögreglumann sem reyndi að stöðva akstur hans.

Maðurinn er einnig sakaður um fjölmörg fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Hann er ennfremur sakaður um vopnlagabrot, að hafa haft haglabyssu í vörslu sinni.

Það er mat lögreglu að mikil hætta sé á að maðurinn haldi áfram að brjóta af sér ef hann gengur laus. Frá því maðurinn losnaði úr afplánun í mars 2021 hafi ko mið um fjölmörg mál þar sem hann er sakaður um ýmiskonar brot.

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Í gær

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“