Þýska Bundesligan er ein sterkasta knattspyrnudeild í heimi – og margir þekktir leikmenn og þjálfarar hafa sett svip sinn á deildina í áranna rás. Í „Legends of the Bundesliga“, nýrri Viaplay Original-þáttaröð, ræða goðsagnir og fyrrum leikmenn úr deildinni opinskátt um allt frá persónulegum erfiðleikum til glæstra sigra.
Viaplay Original-heimildaþáttaröðin verður frumsýnd 11. febrúar á öllum 10 markaðssvæðum Viaplay.
Ebbe Sand, Søren Lerby, Patrik Andersson, Rune Bratseth og Ottmar Hitzfeld voru allir áberandi í Bundesligunni á sínum tíma. Þeir urðu að goðsögnum með því að leiða sín lið til glæstra sigra og unnu hug og hjörtu þýskra knattspyrnuáhugamanna í leiðinni. Í Legends of the Bundesliga fá áhorfendur einstakt tækifæri til að heyra knattspyrnuhetjurnar fimm deila persónulegum sögum frá sínum ferli.