fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Áfellisdómur yfir Sólveigu Önnu – „Hún hefur æpt svívirðingum, aðdróttunum og lygum að starfsfólki og gefið á það skotleyfi“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. febrúar 2022 10:16

Sólveig Anna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarkosning í Eflingu er hafin og stendur til 15. febrúar. Gabríel Benjamín, fulltrúi á kjaramáladeild félagsins, ritar afar beinskeytta grein á Vísir.is í dag þar sem hann fer ekki fögrum orðum um fyrrverandi formann og fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, þau Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Viðar Þorsteinsson. Sólveig er nú aftur í framboði og er í forystu fyrir Baráttulistann.

Gabríel hóf störf hjá Eflingu í maí á síðasta ári en hafði áður starfað sem blaðamaður á Stundinni þar sem hann fjallaði mikið um stöðu verkafólks. Hann hafi skipt um starfsvettvang því hann bar fullt traust til Eflingar og forystu hennar. En annað er nú komið á daginn.

Hann segir að ef hann væri enn blaðamaður fyndist honum eflaust spennandi að fylgjast með atburðarrásinni nú. „Þess í stað finnst mér hún ömurleg. Ég sef varla, á erfitt með einbeitingu og finn fyrir gífurlegum kvíða í hvert skiptið sem ég fer á fætur. En það er líka því að ég er ekki lengur blaðamaður, heldur starfsmaður Eflingar, og ég hef fylgst með þessari lygilegu atburðarás innan frá, allt frá því að ég hóf störf hjá Eflingu fullur aðdáunar gagnvart Sólveigu Önnu. Það er ekkert spennandi við hana; sannleikurinn er sá að fyrrverandi formaður festi heilan vinnustað í gapastokk. Hún hefur æpt svívirðingum, aðdróttunum og lygum að starfsfólki og gefið á það skotleyfi,“ skrifar Gabríel.

Gat varla sofið af áhyggjum

Gríðarleg ólga var innan Eflingar í aðdraganda þess að hún sagði af sér, og bendir Gabríel á uppsagnir og afsagnir fjölda lykilfólks. „Þegar ljósin slokknuðu í einhverri skrifstofunni velti fólk fyrir sér hvort starfsmaðurinn væri veikur eða hefði verið sagt upp. Föstudaginn 29. október sauð upp úr þegar Sólveig Anna tók yfir starfsmannafund og sagði klökk að hún hefði beðið með kvíðaknút í maganum í fimm mánuði vegna ályktunar sem hún óttaðist að ef yrði gerð opinber yrði trúverðugleiki hennar enginn. Hún sagði að RÚV væri að fjalla um málið og ef við myndum ekki stöðva fjölmiðlaumfjöllunina myndu hún og Viðar segja af sér,“ segir Gabríel. Fréttin var á endanum drepin og vonaðist fólk til að Sólveig Anna og Viðar myndu axla ábyrgð, en það hafi ekki gerst. Þess í stað hafi ábyrgðinni verið velt yfir á starfsfólkið.

„Ástandið á skrifstofunni var vægast sagt hörmulegt á þessum tíma. Ég fann fyrir svo miklum kvíða og óöryggi að ég gat varla sofið, andvaka yfir áhyggjum um hvað morgundagurinn muni bera í skauti sér. Þegar ég svaf þá dreymdi mig um að vera aftur á þessum föstudagsfundi. Ég sá sömu ónotatilfinninguna á samstarfsfólki mínu, en veikindi urðu svo tíð að heilu og hálfu sviðin lágu nánast niðri. Árásir á samfélagsmiðlum urðu svo þungbærar að það var alvarlega rætt að ráða öryggisvörð, svona ef einn af mörgum fylgjendum Sólveigar Önnu sem höfðu talað um að mæta á skrifstofuna og „hreinsa“ hana myndu láta verða að því,“ segir hann.

Hrægammar og sjálftökulið

Og Gabríel heldur áfram: „Sama hversu margir stíga fram og lýsa reynslu sinni af hegðun Sólveigar eða Viðars þá verður ekki hægt að ræða það málefnalega. Leikreglur þessa leikrits bjóða ekki upp á gagnrýni eða umræður. Allir sem sýna ekki blinda hliðhollustu eru óvinir þeirra og alþýðunnar.“

Hann hvetur allt félagsfólk Eflingar til að kjósa því stéttabarátta næstu ára sé í húfi.

„Ef til er einhver rauður þráður í þeim ásökunum fyrrverandi og núverandi starfsfólks, í stjórn og trúnaðarráði, í skýrslum og samantektum, þá er hann sá að fólk sem er ósammála Sólveigu og Viðari endist ekki lengi þar. Þeir sem spyrja erfiðra spurninga verða fyrir útilokun, eru látnir segja af sér eða er skyndilega sagt upp. Talað er um þetta fólk sem hrægamma, sjálftökulið, útsendara íhaldsins eða róttæka anarkista.

Við sem sinnum þessu hugsjónarstarfi fáum ekki stuðning heldur er þvert á móti gefið opið veiðileyfi á mannorð okkar.“

Hér má lesa greinina í heild sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki