Þetta segir í færslu Erling Ólafssonar, náttúrufræðings, á Facebooksíðunni Heimur smádýranna. Hann segir að köngulóin sé flatvaxin og þegar hún skríði úr fylgsni sínu sitji hún hreyfingarlaus þétt við undirlagið með langa útstrekkta leggi sína eins og krans út frá skrokknum.
Segir Erling að hún sé svo snör í snúningum að varla verði auga á fest og sé hún sögð eitt snarpasta dýr sem til er. „Þegar bráð nálgast, sama úr hvað átt, sprettur hún upp úr stellingu sinni snarsnýst í loftinu og bráðin á ekki sjens!“ segir hann og bætir síðan við: „„Snarpasta í snúningum kvikindi“ sem ég gef nokkurn tímann komist í kynni við. Ekki gerði það myndatöku auðvelda!“