Íslendingurinn sem fórst í eldsvoða í bílskúr á Costa Adeje-svæðinu á Tenerife hét Haraldur Logi Hrafnkelsson og var fæddur 23. ágúst árið 1972. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Drífu Björk Linnet Kristjánsdóttur, og fjögur börn. Mbl.is greindi frá.
DV greindi frá því fyrr í morgun að spænski miðillinn El Día hafi greint frá andláti íslensk ríkisborgara ytra og talið væri að um hræðilegt slys hefði verið að ræða.
Drífa og Haraldur voru í viðtali við DV í febrúar í fyrra þar sem þau lýstu búferlaflutningi sínum til Tenerife og fóru yfir kostnaðinn við slíka flutninga fyrir fjölskyldur.
Fjölskyldan hefur verið búsett ytra stóran hluta úr árinu en hjónin opnuðu nýlega kokteilbar á eyjunni. Þá hafa þau einnig g rekið heildsöluna Reykjavik Warehouse hér á landi og ferðaþjónustu í Hraunborgum í Grímsnesi.
Drífa flutti til Tenerife með fjölskylduna – Kostnaðurinn minni en fólk heldur