fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Meira en vettvangur glæps – „Ég skipti engu máli, vilji minn og upplifun mín voru algjört aukaatriði“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stígamót hafa nú farið af stað með undirskriftasöfnun til að skora á Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, að bæta stöðu brotaþola kynbundins ofbeldis hér á landi.

Með því að gera brotaþola að aðilum mála sinna fá þeir réttindi á borð við aðgang að gögnum máls til jafns við sakborning, fá að sitja inni í dómsal þó að þinghald sé lokað, fá að spyrja vitni og sakborning spurninga fyrir dómi, fá að leggja fram viðbótarsönnunargögn og fá að áfrýja málinu.

Ofangreind réttindi standa brotaþolum hér á landi ekki til boða að óbreyttu.

Í tilkynningu Stígamóta segir:

„Í dag stíga fram fimm hugrakkar konur og fara fyrir áskorun á dómsmálaráðherra um að brotaþolar fái formlega aðild að málum sínum í réttarkerfinu. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa verið beittar ofbeldi og reynt að leita réttar síns. Þær upplifðu vanmátt, útilokun og virðingarleysi í vegferð sinni í gegnum réttarkerfið og að kerfið sjálft væri ómannúðlegt.“

Áfall ofan í áfallið

Á vefsíðu sem hefur verið stofnuð til að safna undirskriftum stíga fimm konur fram og lýsa sinni reynslu af því að kæra kynferðisbrot. Konurnar eru Júnía, Linda Björg, Sigrún Emma, Þórdís og Hafdís. Frásagnir þeirra má lesa hér.

„Að fara í gegnum kæruferli var áfall ofan í áfallið. Ég myndi aldrei leggja það á mig aftur.“ – Hafdís

„Ég skipti engu máli, vilji minn og upplifun mín voru algjört aukaatriði.“ – Þórdís

„Þá staðreynd að kæran hefur valdið mér meiri skaða en gerandanum er erfitt að sætta sig við. Að safna styrk og finna loks hugrekkið til að kæra…. til þess eins að upplifa meiri sársauka, ótta og kvíða – því verður ekki lýst með orðum.“ – Sólrún Emma

„18 mánuðum eftir kæruna kom niðurfellingarbréfið óvænt. Engin viðvörun, ekkert samtal, enginn sem horfði í augun á mér og útskýrði. Svo algjörlega ómannlegt.“ – Linda Björg

„Eftir heilt ár af þögn kom niðurfellingarbréfið óvænt. Það var algjört áfall, ég var andlega algjörlega óviðbúin niðurfellingu. Enda var ég ekki sú fyrsta sem kærði hann. Ég fékk massíft kvíðakast og var lengi að jafna mig. Af hverju var ég ekki vöruð við? Ég átti bara að díla við þetta áfall alein.“ – Júnía

Nú er tækifærið

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, ætlar á næstu vikum að leggja fram frumvarp til að bæta réttarstöðu þolenda. Því er skorað á hann að taka skrefið til fulls og veita brotaþolum aðild, eða flest þau réttindi, sem sakborningar njóta.

„Nú er tækifærið til að stíga skref í áttina að bættu samfélagi með réttarkerfi sem tekur almennilega á kynbundu ofbeldi.

Kynferðisofbeldi og annað kynbundið ofbeldi er til þess fallið að afmennska og hlutgera þolendur. Það skýtur því skökku við þegar réttarkerfið viðheldur hlutgervingunni með því að skilgreina brotaþola sem vitni í eigin máli með afar takmörkuð réttindi.“

Hrópandi mótsögn við réttlætiskenndina

Í tilkynningu er bent á að eins mál standi í dag þá sé líkami brotaþola vettvangur glæps í dómsmálum og brotaþolar smættaðir niður í „viðfang réttarkerfisins í máli sem er einungis talið varða ríkið annars vegar og sakborning hins vegar.“

„Ofbeldi er oftar en ekki framið í skjóli valds, yfirráða og sterkari samfélagsstöðu og er það því í hrópandi mótsögn við réttlætiskennd okkar flestra að sakborningurinn njóti meiri réttinda en manneskjan sem ásakar hann um brot.“

Staða mála í dag sé slæm. Meirihluti kynferðisbrotamála og mál er varða brot í nánum samböndum eru felld niður og rata aldrei fyrir dóm. Brotaþolar séu oft ekki upplýstir um stöðu mála fyrr en þau eru felld niður. Ef brotaþolar hefðu aðild að málinu hefðu þeir rétt á að skoða málsgögn áður en ákvörðun er tekin um afdrif málsins og gætu þá fengið færi á að leiðrétta rangfærslur eða lagt fram viðbótar sönnunargögn.

Þetta er hægt að laga

Brotaþolar upplifi það líka margir að á þeim sé aftur brotið í réttarkerfinu sem valdi þeim skaða.

„Vissulega þarf að laga marga þætti: Lögreglan er undirmönnuð, betur mætti gera í fræðslu og endurmenntun auk þess sem enn er viðhorfsvandi á ýmsum stöðum. En nú er hér bent á lagalegt atriði sem er augljóst réttlætismál – þetta er hægt að laga með lagasetningu og það myndi strax styrkja stöðu þolenda kynbundins ofbeldis sem leita réttar síns.

Ef þetta skref verður ekki stigið er ómögulegt að líta á það öðruvísi en svo að ekki sé raunverulegur vilji til staðar til að hlúa betur að þolendum kynbundins ofbeldis.

Ráða mátti af orðum dómsmálaráðherra í Kastljósi í síðustu viku að hann hefði áhyggjur af því að aukin réttindi brotaþola myndu mögulega veikja stöðu þeirra. Í dag eru brotaþolar aðilar máls í Finnlandi, og í Noregi hafa þeir að mestu  sambærileg réttindi á við sakborninga. Ekkert bendir til þess að slík réttindi veiki stöðu þeirra

Ef við viljum búa til mannúðlegra réttarkerfi sem tryggir betur gæði rannsókna þá gerum við þolendur kynbundins ofbeldis að aðilum máls.

Viljir þú sýna í verki að þú styðjir þessa réttlætiskröfu geturðu skrifað undir áskorun til dómsmálaráðherra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“