Fréttablaðið skýrir frá þessu. Segir blaðið að þessi gögn hafi ekki borist stjórnendum leitarinnar fyrr en löngu eftir að einhverjir björgunarsveitarmenn voru komnir með þau í hendur. Þetta tafði leitina að vélinni fram á næsta dag að sögn blaðsins.
Blaðið segist hafa fengið mynd úr leitarforritinu Find My iPhone í hendur um klukkan 19 á fimmtudagskvöldið. Hún sýndi rakningu á farsíma Neuman. Fylgdi sögunni að þessi gögn væru komin í gagnagrunn björgunarsveita og segir blaðið að þau hafi einnig gengið manna á milli í flugheiminum hér á landi.
Það var ekki fyrr en á föstudagsmorguninn sem stjórnendur leitarinnar sögðust hafa fengið ný gögn frá erlendu símafyrirtæki og hófst þá leit í Ölfusvatnsvík sem varð til þess að flugvélin fannst.
Fréttablaðið hefur eftir Oddi Árnasyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, að lögreglan hafi fengið umræddar upplýsingar nóttina eftir að vélin fórst og hafi þau gefið betri mynd af staðsetningu vélarinnar