fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Lögreglan fékk lykilgögn um staðsetningu flugvélarinnar seint í hendur – Tafði leitina fram á næsta dag

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 06:52

Frá aðgerðum björgunarsveita við Þingvallavatn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daginn sem TF-ABB hvarf sýndi rakning á síma Josh Neuman, sem er einn þeirra sem fórst með vélinni, nákvæmlega hvar vélina væri að finna í Þingvallavatni. Leit var þó ekki beint að þessu svæði sérstaklega fyrr en morguninn eftir.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Segir blaðið að þessi gögn hafi ekki borist stjórnendum leitarinnar fyrr en löngu eftir að einhverjir björgunarsveitarmenn voru komnir með þau í hendur. Þetta tafði leitina að vélinni fram á næsta dag að sögn blaðsins.

Blaðið segist hafa fengið mynd úr leitarforritinu Find My iPhone í hendur um klukkan 19 á fimmtudagskvöldið. Hún sýndi rakningu á farsíma Neuman. Fylgdi sögunni að þessi gögn væru komin í gagnagrunn björgunarsveita og segir blaðið að þau hafi einnig gengið manna á milli í flugheiminum hér á landi.

Það var ekki fyrr en á föstudagsmorguninn sem stjórnendur leitarinnar sögðust hafa fengið ný gögn frá erlendu símafyrirtæki og hófst þá leit í Ölfusvatnsvík sem varð til þess að flugvélin fannst.

Fréttablaðið hefur eftir Oddi Árnasyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, að lögreglan hafi fengið umræddar upplýsingar nóttina eftir að vélin fórst og hafi þau gefið betri mynd af staðsetningu vélarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna