fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Ingunn greinir frá sláandi niðurstöðum. – Sendi 60 atvinnuumsóknir en enginn virti hann viðlits

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingunn Ólafsdóttir, lögfræðingur og mannauðsstjóri, segir hljóð og mynd ekki fara saman í samfélaginu. Hér sé verið að ræða að hækka lífeyristökualdur þar sem lífaldur er nú orðinn hærri og fólk með heilsu til að vinna lengur en áður. En á sama tíma sé það líka staðreynd að nú séu hátt í 600 háskólamenntaðir einstaklingar á Íslandi, sem eru eldri en 50 ára á atvinnuleysisskrá. Vinnustaðir kæri sig síður um eldri starfsmenn þrátt fyrir reynslu þeirra og dýrmæta þekkingu. 

Hún varpar ljósi á þetta með sláandi sögu sem heyrði af eldri manni sem ákvað að fá úr því skorið hvort það væri aldur hans sem væri að koma í veg fyrir að hann fengi vinnu. Hún skrifar um þetta í grein sem birtist hjá Fréttablaðinu.

„Um daginn var mér sögð ansi áhugaverð saga af hámenntuðum og reynslumiklum 52 ára stjórnanda, sem gekk illa að finna sér nýtt starf við hæfi. Hann ákvað að gera litla tilraun og sótti um starf hjá einum 60 fyrirtækjum.“

Maðurinn ákvað að útbúa tvö sett af ferilskrám og kynningarbréfum. Annars vegar fyrir 34 ára gamlan sérfræðing og hins vegar fyrir 52 ára sérfræðing. Voru ferilskrárnar og bréfin sambærileg fyrir utan það að sá eldri var ívið reynslumeiri og hafði sankað að sér meiri þekkingu.

Útkoman var sláandi.

„54 fyrirtæki sýndu áhuga og svöruðu umsókn 34 ára gamla umsækjandans en ekki eitt einasta fyrirtæki svaraði umsókn þess 52 ára. Hann var ekki virtur viðlits. Þessi litla saga lýsir að mínu mati mjög vel því sem er að gerast á vinnumarkaði í dag. Þessi tilraun var gerð á dönskum vinnumarkaði, en ég leyfi mér að fullyrða að sambærileg þróun sé að eiga sér stað hér á Íslandi.“

Ingunn bendir á að í nóvember hafi hátt í 600 háskólamenntaðir einstaklingar, 50 ára eða eldri, verið á atvinnuleysisskrá á Íslandi.

„Sú staðreynd segir okkur að þarna er mikil og dýrmæt þekking að glatast. Svo ekki sé minnst á beinan útlagðan kostnað ríkisins í formi atvinnuleysisbóta, en fullar atvinnuleysisbætur fyrir 600 manns í 12 mánuði eru rúmlega 2,2 milljarðar.“

Súrt að vera á þeim stað

Ingunn segir það súrt að vera. á þeim stað að þrátt fyrir margra ára háskólanám og mikla starfsreynslu, þá komi fólk ekki til greina í störf bara sökum adurs. Hún hefur sjálf fengið að kynnast því að vera í þessari stöðu.

„Það er ansi súrt að vera á þeim stað í lífinu eftir jafnvel hátt í 10 ára rándýrt háskólanám og meira en 20 ára starfsreynslu að koma ekki til greina í störf, sem samkvæmt lýsingu í atvinnuauglýsingu henta fullkomlega við menntun og reynslu og kalla jafnvel á minni menntun og reynslu. Ég tala hér af eigin reynslu, en ég er 58 ára og missti mína vinnu á síðasta ári og er einmitt í þessari stöðu.“

Það sé undarlegt að hugsa til þess að þessi þróun sé að eiga sér stað á sama tíma og samfélagið er að kalla á meiri fjölbreytileika og jafnrétti á vinnumarkaði.

Þetta sé ekki síður umhugsunarvert í ljósi umræðunnar um að hækka lífeyristökualdur.

„Ekki síður finnst mér þessi þróun umhugsunarverð í ljósi þeirrar staðreyndar að lífaldur okkar er sífellt að hækka. Nú eru uppi raddir sem segja að lífeyris- og eftirlaunasjóðir muni eiga í erfiðleikum í framtíðinni með að standa við skuldbindingar sínar og að greiðslur úr sjóðunum muni ekki duga í þá þrjá til fjóra áratugi, sem fyrirséð er að þurfi. Því sé ljóst að hækka þurfi lífeyrisgreiðslualdur, sem þýðir jú að einstaklingur þarf að vera á vinnumarkaði og afla sér lífsviðurværis lengur en þurft hefur hingað til. Hér finnst mér ekki fara sama hljóð og mynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki